Þeir vilja drepa okkur öll

Hinn kanadíski Mark Steyn skrifar ágætis grein á The Spectator, þar sem hann fjallar um ástæður hryðjuverka gegn Vesturlöndum.

Greinin heitir They want to kill us all og gagnrýnir m.a. friðelskandi Vesturlandabúa fyrir að reyna að afsaka hryðjuverk múslima með því að þetta sé allt Ísrael og Palestínu að kenna.

4 thoughts on “Þeir vilja drepa okkur öll”

  1. Nokkrir góðir punktar þarna. Hann kemur hinsvegar ekki mikið inn á það “raunverulega” vandamál sem við okkur blasir sem er saúdi-arabískur wahhabismi, sem mokar olíupeningum í öfgamenn allt frá Júgóslavíu til Pakistan, frá Súdan til Fillipseyja.

  2. Ég hefði nú aldrei búist við því að þú myndir telja þessari grein eitthvað til tekna.

    En ekkert nema gott við það svosem.

  3. Æi fyrirgefðu Einar, ég ætlaði að beina þessu til Ágústar(klikkaði á því að taka það fram). En fyrst ég er hérna þá ætla ég endilega að hrósa þér Einar fyrir Suður-Ameríku pistlana sem hafa birst hérna af og til, mér hafa fundist þeir allgóðir.

Comments are closed.