Þessir hagfræðingar…

Ó ég elska blogg.  Bara á bloggsíðum er vinskap þínum við nokkra SUS-ara gert gert jafnhátt undir höfði og því að þú sért doktor frá Harvard og vinnir sem lektor hjá Columbia.  Sjá þetta hjá Agli Helga:

Líkt og bloggarinn Sveinn Pálsson bendir á tókst að finna einn hagfræðing sem styður vaxtastefnu Seðlabankans. Þetta er Jón Steinsson, hámenntaður hagfræðingur frá Ameríku, en líka félagi Borgars Þórs Einarssonar, Árna Helgasonar og Þórlinds Kjartanssonar úr Deigluhópnum.

Jahá!

Annars segir Jón, einsog allir skynsamir menn, að við eigum að taka upp evru.

(via)

5 thoughts on “Þessir hagfræðingar…”

 1. Vinir Jóns eru nánustu samstarfsmenn Geirs Haarde, einn þeirra fóstursonur hans. Þeir eru í óða önn að reyna finna einhvern spuna til að gera efnahagsstefnuna trúverðuga. Og í leið að breiða yfir þá staðreynd að Geir á mikinn þátt í svona er komið sem fyrrverandi fjármálaráðherra.

  Mér finnst þetta skipta máli.

 2. Það kann að vera að þetta skipti máli. En mér fannst þó fullmikið að leggja þennan kunningsskap nánast til jafns við menntun hans. Er einhver vafi á því að Jón er Sjálfstæðismaður? Gerir það eitthvað lítið úr menntun hans?

  Er ekki líklegra að hann sem lektor við svo virtan háskóla hafi á fyrirlestrum frekar í heiðri þá fræði sem hann hefur lært frekar en að reyna að halda uppi vörnum fyrir Sjálfstæðisflokkinn?

 3. Jón Steinsson hefur nú ekki verið þekktur fyrir að verja hagsmuni Sjálfstæðisflokks út í eitt. Vísa má í því samhengi til þess að Jón hefur lagt til margar góðar hugmyndir um gagngerar breytingar á framsali kvóta í íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu. Hugmyndir sem falla ekki vel í kramið hjá LÍÚ og öðrum sjálfstæðismönnum…

  Bara upprifjun.. hvers vegna er Jón Steinsson ekki fjármálaráðherra?

 4. Held að það séu ekki “breaking news” að fjölskylda Jóns & Haarde eru vinir. Hins vegar finnst mér alltaf jafn ódýrt þegar fjölskyldu og/eða vinabönd eru tengd svona á Íslandi. Sem dæmi er ég sjálf tengd mjög í Sjálfstæðisflokkinn og á hinn bóginn í Framsóknarflokkinn og ef að einhver myndi halda því fram að eftir allt mitt nám, að það myndi hafa áhrif á skoðanir mínar, mætti sá hinn sami hoppa uppí r******* á sér.
  En ég ætla að gefa mér það að svona starfi Egill sjálfur og hann geri þá passlega ráð fyrir því að aðrir geri það.
  En svo er ekki raunin.

 5. Þetta er ekkert annað en lágkúru- og letileg “greining” hjá Agli. Engin ástæða til að taka þetta alvarlega.

Comments are closed.