Dýrir Knattspyrnumenn

Jæja, draumur minn um að Damien Duff kæmi til Liverpool rættist á endanum ekki. Ég var þó búinn að sætta mig við það þegar að Harry Kewell kom til Liverpool enda er hann alls ekki síðri leikmaður (og kostaði þrisvar sinnum minna en Duff).

Annars er athyglisvert að skoða dýrustu leikmenn, sem skipt hafa um félög á Englandi. Þetta eru 13 dýrustu mennirnir:

1. Rio Ferdinand 2002 Leeds United til Man United £30.0m
2. Juan Veron, Lazio til Man Utd £28.1m
3. David Beckham, Man United til Real Madrid £25m
4. Nicolas Anelka, Arsenal til Real Madrid £23.5m
5. Marc Overmars Arsenal til Barcelona £21.6m,
6. Ruud van Nistelrooy, PSV til Man Utd £19m
7. Rio Ferdinand 2000 West Ham United til Leeds United £18.0m
8. Damien Duff 2003 Blackburn Rovers til Chelsea £17.0m
9. Alan Shearer 1996 Blackburn Rovers til Newcastle £15.0m
10. Dwight Yorke 1998 Aston Villa Man til United £12.6m
11. Robbie Fowler 2001 Liverpool til Leeds United £11.0m
12. Frank Lampard 2000 West Ham United til Chelsea £11.0m
13. Emile Heskey 2000 Leicester til Liverpool £11.0m
14. Chris Sutton 1999 Blackburn Rovers til Chelsea £10m.

Af þessum mönnum myndi ég segja að 3 af 14 hafi verið góð kaup!!: Rio Ferdinand (það er þegar hann fór frá West Ham til Leeds), Ruud van Nilsteroy og Alan Shearer. Dwight Yorke átti að vísu 2 góð ár með United en hann var svo seldur fyrir einhverja smá aura.

Tveir Liverpool menn eru á listanum, Robbie Fowler, sem gat aldrei neitt með Leeds og Emile Heskey, sem getur ekki neitt (honum er þó velkomið að sanna að ég hafi rangt fyrir mér með því að skora 25 mörk á þessu tímabili). Stærstu floppin eru Veron, Anelka og Sutton. Bestu kaupin eru van Nilsteroy.

Leiðrétt samkvæmt ábendingu frá Ragnari

Pippen og Kobe

Fyrir þá, sem hafa ennþá áhuga á NBA deildinni, þá er ýmislegt athyglisvert að gerast. Til dæmis er Scottie Pippen kominn aftur til uppáhaldsliðsins míns, Chicago Bulls. Sam Smith skrifar góðan pistil um málið en hann telur að þetta sé góðar fréttir fyrir Chicago.

Kobe Bryant hélt blaðamannafund, þar sem hann viðurkenndi að hafa haldið framhjá eiginkonu sinni. Jay Mariotti, sem er einn virtasti körfuboltaspekúlant í Bandaríkjunum skrifar reiðipistil um blaðamannafundinn og hegðun Kobe: Is this Laker a faker?

Tony Kornheiser skrifar líka um Kobe í Washington Post: The Truth Lies in the Unknown. Úr þeim pistli:

The shock today is not that an athlete is being charged with sexual assault. We have seen that before. The shock is that it’s Kobe Bryant.

He is not Mike Tyson, who has a history of violent episodes. He is not Allen Iverson, who has a well-massaged reputation for living “the street life.” He is not Chris Webber, who seems incapable of telling the truth, the whole truth and nothing but the truth. He is not Rod Strickland or Damon Stoudamire or any number of Portland Trail Blazers players who seem to spend so much time in jail it’s like they’re on a meal plan there. No, Kobe Bryant seemed to be far better than them.

Sóóóól!

Þetta veður er alveg magnað. Ég er hérna inni til að KÆLA mig. Já, þið lásuð þetta rétt. Er búinn að vera að lesa úti á svölum í sólbaði. Veðrið hérna í Vesturbænum er æði.

Annars þá fór ég seinni partinn í gær útað hlaupa meðfram Ægissíðunni. Þetta minnti svei mér þá á “the Lakefront” í Chicago á góðum degi. Það eina, sem vantaði var að stelpurnar á línuskautum væru í bikiní líkt og í Chicago. Come on, stelpur – þið verðið að standa ykkur!!!

Meðan ég var að hlaupa var ég að hlusta á soundtrackið úr Rocky 4. Gunni vinur minn hafði minnt mig á það soundtrack, með því að spila Training Montage í partíi hjá sér. Ég fór á netið og reddaði mér soundtrackinu (þegar ég var lítill átti ég þetta á plötu). Þessi plata er náttúrulega alger snilld. Manni langar hreinlega að taka 50 armbeygjur eftir að hafa hlustað á plötuna.

Til dæmis er þessi texti þeirra Survivor manna náttúrulega snilld (úr Burnig Heart)

Two worlds collide
Rival nations
It’s a primitive clash
Venting years of frustrations
Bravely we hope
Against all hope
There is so much at stake
Seems our freedom’s up
Against the ropes
Does the crowd understand?
Is it East versus West
Or man against man
Can any nation stand alone

In the burning heart
Just about to burst
There’s a quest for answers
An unquenchable thirst
In the darkest night
Rising like a spire
In the burning heart
The unmistakable fire
In the burning heart

Þegar þú hefur hlustað á þetta lag og Training Montage, þá líður þér einsog þú gætir tekið 150kg í bekkpressu (ekki reyna það samt)!

Dásamlegt

Bara ef að allir dagar á Íslandi væru einsog gærdagurinn, þá væri sko gaman að lifa.

Ég tók vinnuna með mér heim og var því búinn með öll verkefni um 4. Ákvað þá að fara í göngutúr (notaði stuttbuxurnar mínar í fyrsta skipti síðan ég kom heim frá USA!). Labbaði upp Hofsvallagötuna og yfir á Vesturgötu, þar sem ég kíkti í fornbókabúðina. Ég skoðaði mig um þar í smá tíma en keypti svo loks Ástin á tímum Kóleru eftir Garcia Marques (ég gafst uppá ensku þýðingunni) og Hús Andanna eftir Isabellu Allende.

Labbaði svo um bæinn og skellti mér inní Eymundson í Austurstræti. Þar ákvað ég að kaupa mér Lonely Planet bók um land, sem ég er að spá í að heimsækja seinna í sumar. Mér finnst alveg ótrúlega gaman að hanga í bókabúðum og skoða ferðabækur. Ég fæ alltaf í magann við tilhugsunina um ferðalög. Núna er ég að spá í að heimsækja borg og land, sem mig hefur dreymt um síðustu 5 árin.

Í gærkvöldi sat ég svo í góðum félagskap á Austurvelli og sötraði Tuborg. Svona á lífið að vera.

Uppáhaldsbækurnar mínar

Eftir að ég útskrifaðist úr skóla hef ég verið alltof latur við að lesa. Þannig að sennilega litast þessi listi mikið af þeim bókum, sem ég las í háskóla og á ferðalögum, sem ég hef verið á undanfarin ár.

10. Faust – Goethe – Nei, reyndar þá fannst mér hún hrikalega leiðinleg. Ég er bara ennþá stoltur að hafa komist í gegnum hana og skilið allavegana meirihlutann.
9. Nóttin- Eli Wiesel
8. Veröld ný og góð – Aldous Huxley
7. Dagur í lífi Ivan Denisovich – Aleksandr Solzhenitsyn
6. 1984 – George Orwell
5. Eugene Onegin – Aleksandr Pushkin – Ég hef aldrei verið hrifinn af ljóðum. Samt er þessi bók í uppáhaldi hjá mér, en hún er skáldsaga í ljóðaformi. Þurfti að lesa hana fyrir bókmenntatíma og það tók mig óratíma að komast í gegnum hana, en hún var þó sannarlega vera þess virði.
4. Bjargvætturinn í grasinu – J.D. Salinger
3. Glæpur og Refsing – Fyodor Dostoevsky – Reyndi þrisvar að klára bókina en komst aldrei nema á blaðsíðu 50. Tókst loksins að klára hana fyrir um ári og varð heillaður. Dostoevsky skyggnist á ógleymanlegan hátt inní hugarheim morðingja.
2. Lygn streymir Don – Mikhail Sholokov – Er eiginlega í jafn miklu uppáhaldi hjá mér og 100 ára einsemd. Stórkostleg bók, sem kveikti áhuga minn á Rússlandi svo um munaði. Samt virðist bókin vera alveg gleymd. Hún fæst nánast hvergi. Kennarinn minn í rússneskum bókmenntum þurfti að ljósrita bókina fyrir okkur, því hún var hvergi fáanleg!
1. 100 ára einsemd – Gabriel Garcia Marques – Engin bók hefur fengið mig til að gersamlega gleyma öllu í kringum mig líkt og 100 ára einsemd. Las hana þegar ég var á ferðalagi um Suður-Ameríku. Ótrúlegasta bók, sem ég hef nokkurn tímann lesið. Hrein snilld!

Eflaust er þessi listi litaður um of af bókum, sem ég hef lesið í tengslum við skólann (og kannski full rússneskur), þannig að bækur, sem ég las mér meira til skemmtunnar á árum áður fá minna vægi. En svona lítur þetta allavegana út í dag.

Stórkostlegar Breytingar – Myndablogg

Jæja, ótrúlegt en satt þá er meira en ár síðan ég breytti síðast um útlit á þessari síðu. Það hlýtur að segja mér að nokkuð vel hafi tekist upp með þetta útlit, allavegana er ég ekkert búinn að fá ógeð.

En ég ákvað að breyta smá. Ég bætti við þriðja dálkinum til vinstri (aðeins á aðalsíðunni). Í honum er komið myndablogg.

Ég er nýkominn með T610 síma og langaði því að setja þetta uppá síðuna mína. Þetta er ekkert í tengslum við Landssímann eða þetta dót, heldur nota ég bara Bluetooth File Exchange á Makkanum (takk Tobbi) og keyri þetta svo í gegnum Movabletype.

Ok, en allavegana veit ekki alveg hvert ég stefni með þessu myndabloggi. Gæti líka hugsað mér að nota myndir úr digital vélinni minni, það kemur bara í ljós. Eflaust verða alltof margar myndir af mér og alltof fáar athyglisverðar myndir. En ég meina hey.

Allavegana, myndabloggið verður hérna vinstra megin. Þið getið smellt á myndirnar til að sjá stærri myndir og kommentað á þær ef ykkur langar til.