Lada

.flickr-photo { border: solid 1px #000000; }
.flickr-yourcomment { }
.flickr-frame { text-align: left; padding: 3px; }
.flickr-caption { font-size: 0.8em; margin-top: 0px; }


Rússneskur lögreglubíll á Rauða Torginu í Moskvu.

Tók þessa mynd í Rússlandsferðinni minni, sem ég fór fyrir þrem árum.

Myndir frá Gvatemala

Ég setti inn í gærkvöldi [myndir úr Gvatemala ferðinni](https://www.eoe.is/myndir/cagvatemala05/). Satt best að segja fannst mér pínku skrýtið að setja þessar myndir inn, þar sem fullt af þeim er með Önju, sem er fyrrverandi kærasta mín. En ég ákvað að setja inn þessar myndir, svo ég geti svalað forvitni vina minna, sem vildu sjá framan í hana.

Ég hef aldrei sett inn mikið af myndum af öðrum en sjálfum mér á þessa síðu og þykir það eiginlega betra þannig. Þetta er vinsæl síða og því finnst mér það ekki við hæfi að birta mikið af myndum af öðru fólki án þess að láta það vita.

En allavegana, myndirnar frá Gvatemala eru frá Livingston, Rio Dulce og Tikal. Hægt er að [skoða allar myndirnar mínar hér](https://www.eoe.is/myndir/) og ferðasögurnar frá Gvatemala eru hér:

[Mið-Ameríkuferð 6: Garifuna](https://www.eoe.is/gamalt/2005/09/17/23.10.29/)
[Mið-Ameríkuferð 7: Ég og Brad Pitt](https://www.eoe.is/gamalt/2005/09/19/17.40.31/)
[Mið-Ameríkuferð 8: Tikal](https://www.eoe.is/gamalt/2005/09/24/18.56.06/)

Myndir frá Hondúras

Jæja, er búinn að bæta við myndum frá [Hondúras](https://www.eoe.is/myndir/honduras/) úr Mið-Ameríkuferðinni. Núna er ég því búinn að setja inn myndir frá Hondúras, El-Salvador og Mexíkó.

Myndirnar frá Hondúras og þá aðallega Roatan [má finna hér](https://www.eoe.is/myndir/honduras/).

Þetta eru aðeins örfáar myndir, þar sem ég var annaðhvort að kafa eða djamma mestallann tímann á eyjunni og tók því fáar myndir. Einbeitti mér þess í stað að njóta lífsins, enda var tíminn á Roatan algjörlega frábær.

Ný myndasíða!

Ein stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að skipta um server fyrir þessa síðu er sú að síðan var hýst á Windows server, sem býður ekki upp jafnmarga möguleika og aðrir server-ar.

Ég var spenntur fyrir því að bæta þessa síðu og þá sérstaklega myndahluta síðunnar, sem hefur verið mjög illa haldinn að undanförnu. Útlitið á síðunum var ljótt og auk þess var hrikalega erfitt og flókið fyrir mig að uppfæra myndasíðurnar og því gerði ég það nánast aldrei.

En núna hef ég gert bót á. Ég fann fullkomlega lausn á [Stopdesign](http://www.stopdesign.com/log/2005/08/24/photo-templates.html) (og borgaði fyrir lausnina), sem ég hef núna nýtt mér á þessari síðu (og íslenskað mestallt).

Því kynni ég: [Nýja myndasíðu](https://www.eoe.is/myndir) – klapp klapp!

Til að byrja með er ég búinn að setja inn fyrstu tvær vikurnar frá Mið-Ameríkuferðinni (auk nokkurra eldri mynda frá Rússlandi og Tyrklandi):

[Mexíkó](https://www.eoe.is/myndir/camexiko05/)
[El Salvador](https://www.eoe.is/myndir/caelsalvador05/)

Þessi nýja myndasíða er gasalega grúví að mínu mati. Fyrir það fyrsta þá eru myndirnar stórar og flakk á milli mynda mjög einfalt, hvort sem myndirnar eru láréttar eða lóðréttar. Einnig, þá er hægt að kommenta á hverja einustu mynd og síðan heldur utan um kommentin á [einum stað](https://www.eoe.is/myndir/comments/), Einnig er hægt að gerast áskrifandi að RSS uppfærslum á nær öllu á þessari myndasíðu. Mjög sniðugt fyrir þá, sem hafa brennandi áhuga á mínu lífi og kunna á RSS.

En annars, þá eru þetta *mínar* myndir, sem ég set aðallega upp fyrir mína vini og fjölskyldu. Það má því EKKI nota myndirnar í einhverjum annarlegum tilgangi, nema með mínu leyfi. Og plís, plís, plís ég nenni ekki að lesa komment einsog: “Uh, af hverju ertu alltaf að taka myndir af sjálfum þér?” Ef fólk þolir ekki að sjá myndir af mér, þá á það að sleppa því að skoða þessa síðu. Blogg er gríðarlega sjálhverft og myndasíður á bloggsíðum eru það ekki síður.

Athugið að myndasíðan virkar best í nýlegum vöfrum, það er FireFox á PC og Safari eða FireFox á Mac. Hún virkar ágætlega í Explorer á PC, en er fallegri í FireFox. Ef þú ert enn að nota Explorer á PC, í Guðanna bænum [skiptu yfir í FireFox](http://www.mozilla.org/products/firefox/). Trúið mér, það margborgar sig!

En allavegana, ég vona að einhverjir hafi gaman af. Ég ætla að setja inn restina af myndunum frá Mið-Ameríku á næstu dögum.

Mynd frá Istanbúl

Hérna er ljómandi skemmtileg mynd frá Istanbúl af mér, Nonna herbergisfélaga mínum í ferðinni (til hægri) og Pete Sampara, sem er með þekktari Liverpool stuðningsmönnunum.

Fokk hvað það var gaman í Istanbúl!

Var ég búinn að minnast á það að Liverpool eru EVRÓPUMEISTARAR!!!

Útsýni frá Marriott

Útsýnið frá hótel herberginu mínu á 21. hæð í Varsjá fyrir [tveimur vikum](https://www.eoe.is/gamalt/2005/04/21/20.15.09/index.php) (myndin er tekin í gegnum glugga). Þarna sést Palace of Culture hægra megin og einhver nýbygging vinstra megin. Smellið á myndina til að sjá stærri mynd.