Bestu lögin og plöturnar 2009

Ég hef hlustað á fáránlega lítið af tónlist á þessu ári. Ég veit ekki almennilega hvað því veldur. En til að halda við áramótahefðinni á þessu bloggi þá ætla ég að reyna að hripa saman lista yfir uppáhaldsplöturnar mínar á árinu.

Einsog síðustu ár er hérna listi minn yfir uppáhaldsplötur mínar og lög á árinu 2009.

Bestu plöturnar 2009

 1. bruce-springsteen-working-on-a-dream-album-cover-picturejpg1Working on a Dream – Bruce Springsteen.  Hápunkturinn á þessu tónlistarári mínu var þegar við Margrét fórum á stórkostlega Bruce Springsteen tónleika á Stadion í Stokkhólmi.  Platan sem kom út á árinu var frábær og lögin sem hann gaf út í kjölfarið á henni (The Wrestler og Wrecking Ball) voru bæði í gríðarlegu uppáhaldi hjá mér.  Tónleikarnir voru ótrúlegir og þess vegna stendur þessi plata enn meira uppúr á árinu.  Besta lag: Outlaw Pete, sem var hreint stórkostlegt á tónleikunum.
 2. Veckatimest – Grizzly Bear.
 3. Journal for the Plague Lovers – Manic Street Preachers.  Besta platan frá Manics í langan tíma.
 4. The Blueprint 3 – Jay-Z
 5. 21st Century Breakdown – Green Day.  Við Margrét fórum líka á tónleika með Green Day í haust og þar tóku þeir stóran hluta af 21st century.  Hún er ekki jafn góð og American Idiot, en samt mjög góð.

Bestu lögin 2009.

 1. Empire State of Mind – Jay-Z og Alicia Keys. – Jay-Z er einfaldlega snillingur og þetta var besta lagið á annars góðri plötu.  Það mun sennilega ekkert lag frá 2009 verða jafnsterkt í minningunni og topplagið 2008, en þessi dúett þeirra Jay-Z og Aliciu Keys stóð uppúr.
 2. Wrecking Ball – Bruce Springsteen.  Þetta lag greip mig algjörlega í haust og ég spilaði það og spilaði svo oft að þegar ég fór að hugsa um uppáhaldslögin mín á árinu þá fannst mér þetta eiginlega verða að vera númer 1.
 3. 21 Guns – Green Day.
 4. Two Weeks – Grizzly Bear.
 5. I got a feeling – Black Eyed Peas.

Bestu tónleikarnir sem ég sá: Bruce Springsteen á Stadio í ágúst, Neil Young í júlí og Green Day í Globen í október.

Sjá lista frá 2008, 2007, 2006, 2005, 2004, 2003 og 2002.

Bestu lögin og plöturnar 2008

Einsog síðustu ár er hérna listi minn yfir uppáhaldsplötur mínar og lög á árinu 2008.

 1. sud-i-eyrumSigur Rós – Með suð í eyrum við spilum endalaust:  Bestu plöturnar og þær eftirminnilegustu eru ávallt þær sem maður getur tengt við ákveðna atburði eða ákveðin skeið í lífinu.   “Með Suð í eyrum” kom út um mitt sumar 2008, sem er án efa besta sumar ævi minnar. 
  Fyrri hluti plötunnar var nánast alltaf í spilun þar sem ég var, hvort sem það var í partíjum, bílferðum eða útilegum.  Ég hef átt ófá skemmtileg augnablikin þar sem ég hef sungið “Inní mér syngur vitleysingur” með vinum og kærustu í partíjum, á skemmtistöðum eða tónleikum.
  Ég uppgötvaði seinni hluta plötunnar samt ekki alveg strax.  Einhvern veginn passaði sá rólegi hluti ekki alveg við allt fjörið í sumar.  En í vetur, sérstaklega þegar ég var einn að vesenast á labbi í myrkrinu í Stokkhólmi þá passaði tónlistin akkúrat og ég byrjaði að elska lög einsog Fljótavík. Þannig að þegar ég hugsa aftur til 2008 þá mun ég sennilega hugsa um þessa plötu.  Besta lag:  Inní mér syngur vitleysingur.
 2. Bon Iver – For Emma, Forever Ago. Þetta er platan sem hefur sennilega oftast fengið að renna í gegn þegar ég er að sofna á kvöldin á þessu ári.  Á síðasta ári lokaði Justin Vernon sig af í kofa í Wisconsin í ástarsorg og bjó til þessa plötu.  Hún er frábær.  Besta lag: Re:Stacks.
 3. TV on the Radio – Dear scienceBesta lag: Stork & Owl
 4. Lil Wayne – Tha Carter 3. Besta hip-hop plata ársins með besta hip-hop lagi ársins (og nei, það er ekki A Milli).  Besta lag: Mr. Carter
 5. M83 – Saturdays = Youth
 6. Deerhunter – Microcastle
 7. Kings of Leon – Only by the night
 8. Jakob Dylan – Seeing Things
 9. Portishead – Third
 10. David Byrne & Brian Eno – Everything that happens will happen today.

Bestu lög ársins.

 1. Þú komst við hjartað í mér – Hjaltalín.  Ég heyrði lagið fyrst með Páli Óskari í bílferð í sumar.  Stuttu seinna heyrði ég svo útgáfuna með Hjaltalín og á sama tíma og ég varð ástfanginn fór þetta lag að hljóma alls staðar í kringum mig.  Já, ég veit hversu væmið þetta hljómar. En þetta er í mínum huga lag ársins.
 2. Inní mér syngur vitleysingur – Sigur Rós.  Ef einhver hefði sagt við mig fyrir ári að Sigur Rós myndi eiga hressasta lag ársins, þá hefði ég hlegið.  En þessir strákar eru einfaldlega snillingar.
 3. Mr. Carter – Lil Wayne.  Ótrúlega grípandi.  Það að Jay-Z rappi nokkrar línur gerir hlutina bara betri.
 4. Sex On Fire – Kings of Leon
 5. 4 Minutes – Madonna & Justin Timberlake
 6. Viva La Vida – Coldplay
 7. Love Is Noise – The Verve
 8. I Will Possess Your Heart – Death Cab for Cutie
 9. The Day That Never Comes – Metallica
 10. Street Of Dreams – Guns ‘N Roses. Ég varð bara að setja eitthvað með GNR. Ég var búinn að bíða eftir þessari plötu síðan ég var 14 ára.

Þannig lítur þetta út. Kannski ekkert stórkostlegt tónlistarár þannig séð. Einhvern veginn held ég að eftir nokkur ár muni fáir þessara diska lifa. Kannski einna helst Sigur Rós og Bon Iver.

Bestu lögin og plöturnar 2007

Jæja, einsog vanalega kemur listinn minn yfir bestu plötur og lög ársins 2007.

 1. Jens Lekman – Night falls over Kortedala: Þetta er ekki auðvelt val. Kanye er stórkostlegur snillingur og nýja platan hans er aðvitað frábær. En Jens Lekman er það líka og þetta er án efa hans langbesta plata. Hann hafði lofað góðu áður, en á þessari plötu sprettur hann fram sem fullskapaður snillingur.Það eru nánast öll lögin góð, en samt þá er Your arms around me í mestu uppáhaldi hjá mér. Hverjum hefði dottið í hug að besta plata ársins kæmi frá Svía frá Gautarborg og myndi heita í höfuðið á úthverfi í þeirri borg.
 2. Kanye West – Graduation: Þriðja snilldarplatan frá Kanye West er að mínu mati sú besta í röðinni. Allt frá því að ég heyrði fyrstu smáskífuna (sem eldist ekkert sérstaklega vel, en ég var þó með hana á heilanum í margar vikur) þá var ég viss um að ég myndi elska þessa plötu. Sem ég og gerði. Bestu lögin eru (eftir að ég þreyttist á Stronger) Homecoming og The Glory
 3. Bruce Springsteen – Magic: Síðustu plötur frá Springsteen hafa allar verið góðar og ég hef smám saman komist yfir það að finnast hann hallærislegur og byrjað aftur að kunna að meta tónlistina hans. Ég hef alltaf verið hrifnari af rólegri plötum Springsteen, en á þessari plötu er hann í rokkaðri kantinum og það svínvirkar líka. Besta lag: Devil’s Arcade
 4. Radiohead – In Rainbows: Besta plata Radiohead í 10 ár.
 5. Okkervil River – Stage Names: Frábær plata frá hljómsveit sem ég hafði ekkert heyrt í.
 6. Jay-Z: American Gangster: Comebackið hjá Jay-Z er fullkomnað með þessari plötu þar sem ég fílaði ekkert sérstaklega Kingdom Come. Besta lag: Roc Boys (sem er reyndar besta lag ársins að mínu mati).
 7. LCD Soundsystem – Sound of Silver: Frábær plata sem inniheldur m.a. eitt af lögum ársins, All my friends
 8. Justice – Cross
 9. Pharoahe Monch – Desire
 10. Klaxons – Myths of the Near Future

Og þá bestu lög ársins

 1. Jay-Z – Roc Boys: Þetta lag og Stronger með Kanye voru mest grípandi lög ársins að mínu mati. Roc Boys er allt sem ég elska við Jay-Z. Þvílíkur snillingur.
 2. LCD Soundsystem – All my friends: Við fyrstu hlustun tók ég ekkert sérstaklega eftir þessu lagi en eftir að ég hafði rennt Sound of Silver nokkrum sinnum í gegn var þetta lagið sem stóð uppúr. Frábær texti og frábært lag.
 3. Okkervil River – Unless it kicks
 4. Kanye West – Stronger / Homecoming: Get ekki gert uppá milli þessara laga með Kanye
 5. Manic Street Preachers – Imperial Bodybags
 6. Bruce Springsteen – Devil’s Arcade / Radio Nowhere: Tvö bestu lögin af Springsteen plötunni
 7. Justice – D.A.N.C.E.
 8. Foo Fighters – The Pretender: Lagið sem hefur haldið mér vakandi í ræktinni undanfarna mánuði.
 9. Modest Mouse – Dashboard
 10. Silverchair – Straight Lines

Að mínu mati frábært tónlistarár.

Bestu plöturnar og lögin 2006

Jæja, einsog vanalega þá er hérna listi minn yfir bestu plötur og bestu lög ársins 2006.

 1. Bob Dylan – Modern Times – Þetta var barátta milli besta tónlistarmanns allra tíma og besta poppara í heimi í dag um bestu plötu ársins að mínu mati.

  En Dylan hefur vinninginn. Þetta er að mínu mati hans besta plata í verulega langan tíma, þrátt fyrir að síðustu plötur hans hafi vissulega verið frábærar. Þetta ár er án efa ekki jafn sterkt og síðasta ár hvað tónlist varðar, en Dylan er kóngurinn og Modern Times er frábær plata.

  Ég var auðvitað fáránlega spenntur fyrir plötunni og gaf henni allan minn tíma (hún einokaði iPodinn mikið útí Kambódíu). Og hann stóðst nokkurn veginn allar mínar væntingar. Besta lag: Workingman’s Blues #2

 2. Justin Timberlake – FutureSex/LoveSounds – Fyrir þremur árum skrifaði ég fyrst um aðdáun mína á Justin Timberlake. Þá voru margir vinir mínir sannfærðir um að ég væri orðnn hálf klikkaður. En í dag þykir það ekkert sjokkerandi að lýsa yfir aðdáun á honum. Hann er einfaldlega konungur poppsins í dag. Platan er kannski ekki jafn stórkostleg og Justified, en hún er frábær. Besta lag: Sexyback
 3. Band of Horses – Band of Horses – Frábær plata, sem mun alltaf minna mig á sumarkvöld á Vesturgötunni. Besta lag: The Funeral
 4. Peter, Bjorn & John – Writer’s Block – Frábær plata frá þessum sænsku snillingum. Besta lag: Young Folks
 5. Midlake – The Trials of Van Occupanther – Gunni vinur minn á heiðurinn af því að kynna mig fyrir þessu bandi.
 6. Bruce Springsteen – We Shall Overcome (The Seeger Sessions) – Algjörlega frábær cover plata hjá meistara Springsteen. Hann tekur þarna gömul Pete Seeger lög og gerir þau að sínum. Ég elska þessa plötu! Besta lag: Old Dan Tucker
 7. Ghostface Killah – Fishscale – Einsog vinur minn sagði þegar ég benti honum á þessa plötu: Loksins rapptónlist “sem ekki er samin sem undirleikur fyrir eitthvað glys myndband”. Ghostface er án efa sá sem hefur haldið heiðri Wu-Tang á lofti og þessi plata er algjörlega frábær rapp plata.
 8. Joanna Newsom – YS
 9. Los Amigos Invisibles – Superpop Venezuela – Venezuelsku snillingarnir í Los Amigos Invisibles taka þarna slatta af venezuelskum lögum og setja í nýjan búning, þar á meðal þemalagið úr Miss Venezuela, sem kallaði fram gamlar minningar hjá mér, enda var ekki lítið gert úr þeirri keppni í þessu landi fegurðarsamkeppnanna.
 10. Neil Young – Living With War

Vonbrigði ársins: Flaming Lips, The Streets

Uppgötvun ársins hjá mér: Exile on Main Street – Rolling Stones.

Og svo eru það 15 bestu lög ársins 2006

 1. Jeff Who – Barfly – Já, ég veit að þetta lag kom útá plötu í fyrra. En lagið sló í gegn í ár. Það er einfaldlega ekkert lag sem kom manni í betra skap síðasta sumar. Ég man eftir að hafa verið inná skemmtistað í miðbænum þegar þetta lag var spilað og ég get svo svarið að ALLIR á staðnum sungu með viðlaginu. Besta partílag sem ég hef heyrt í langan tíma.
 2. Justin Timberlake – Sexyback – Það var annaðhvort þetta eða My Love af JT plötunni. Frábær danstónlist.
 3. Peter, Bjorn and John – Young Folks – Flautið í laginu var gjörsamlega að gera mig geðveikan á tímabili. Þetta lag var fast í hausnum á mér verulega lengi.
 4. Bob Dylan – Workingmans’s Blues #2 – Besta lagið á bestu plötu ársins.
 5. RHCP – Dani California – Af einhverjum ástæðum hef ég aldrei almennilega komist inní Stadium Arcadium. En þetta er fyrsta lagið á plötunni og það lofar allavegana góðu.
 6. The Killers – When you were young – Platan olli vonbrigðum en þetta lag er gott.
 7. Gnarls Barkley – Crazy
 8. The Dixie Chicks – Not ready to make nice
 9. Damien Rice – Rootless Tree – Nýja D. Rice platan var ekki alveg jafn góð og O (kannski maður þurfi að heyra hana á tónleikum – það voru allavegana tónleikar sem opnuðu O fyrir mér. En þetta lag er afbragð.
 10. Ghostface Killah – Kilo
 11. Lily Allen – Smile
 12. Muse – Starlight – Hef ekkert komist neitt sérstaklega mikið inní þessa Muse plötu (eftir að hafa elskað Absolution) en þetta lag er gott.
 13. Nelly Furtado – Promiscuous
 14. Ampop – Gets Me Down
 15. Bruce Springsteen – Old Dan Tucker

Bestu plöturnar 2005

Jæja, í kjölfar listans yfir [bestu lög ársins](https://www.eoe.is/gamalt/2005/12/19/23.45.45/), þá eru þetta að mínu mati bestu plöturnar á árinu:

 1. sufjan.jpg
  Sufjan Stevens – Illinois: Já já, ég veit að það er voðalega hipp og kúl og indí að segjast fíla þessa plötu. En það var hreinlega ekki gefin út betri plata á þessu ári. Sufjan syngur um fylkið mitt Illinois. Allt er frábært við þessa plötu frá lagasmíðum til texta og útsetninga.

  Það þarf að gefa henni smá sjens í byrjun, en hún verður bara betri og betri við hverja hlustun. Vissulega hafði hún ekki jafn mikil áhrif á mig og plata ársins í fyrra, en Illinoise hefur verið nánast stöðugt í spilaranum bæði hérna heima og í iPod-inum síðustu mánuði. – Besta lag: Chicago

 2. Green Day – American Idiot: Smá svindl hér í gangi því American Idiot var gefin út árið 2004. En ég fattaði hana ekki fyrr en í byrjun þessa árs. Ég var löngu búinn að gefa frat í Green Day, en þessi plata er einfaldlega frábær endurkoma. Rokkplata “ársins”. – Besta lag: Holiday
 3. Edan – Beauty & the Beat: Þriðja árið í röð er uppáhalds hip-hop platan mín gerð af hvítum gaur. Edan er fokking snillingur og það ætti enginn, sem hefur nokkurn tímann fílað hip-hop að sleppa því að hlusta á þessa plötu. Já, Kanye platan er snilld, en þessi er bara einfaldlega svo miklu skemmtilegri. – Besta lag: I see colors
 4. Eels – Blinking Lights & Other Revelations: E þunglyndur, alveg einsog hann gerist bestur. – Besta lag: Things the grandchildren should know.
 5. Kanye West – Late Registration: Var besta hip-hop plata ársins alveg þangað til að ég uppgötvaði Edan seinni part ársins. Kanye gerir sitt besta til að reyna að bjarga rappinu.
 6. Bloc Party – Silent Alarm: Snilld!
 7. Sigur Rós – Takk: Ég einfaldlega elska Sigur Rós og finnst allt frá þeim vera frábært. Þessi plata er betri en (), sem mér fannst þó vera frábær plata, þrátt fyrir að það sé ekki í tísku að halda því fram.
 8. Antony and the Johnsons – I am a bird now: Virkilega góð plata, sem að verður betri með tímanum.
 9. Queens of the Stone Age – Lullabies to Paralyze: Ég hafði aldrei verið hrifinn af QOTSA fyrr en ég gaf sveitinni sjens fyrir tónleikana í sumar. Og eftir umtalsverða hlustun fattaði ég allt hype-ið.
 10. Madonna – Confessions on a dance floor: Ég bara varð að setja þetta hérna inn. Bara af því að mér finnst það svo ótrúlega fáránlegt að ég hafi elskað plötu með Madonnu. En þetta er einfaldlega frábær dansplata.

Næst því að komast inn: Common – Be, Franz Ferdinand, The Game, Ben Folds, Bruce Springsteen.

Vonbrigði ársins: Coldplay – X&Y, Beck – Guero

Bestu lögin 2005

Þá er komið að árlegum viðburði hér á síðunni – bestu lögin og bestu plöturnar á árinu að mínu mati.

Í þetta skiptið ætla ég að skipta þessu í tvennt. Fyrst lögin og síðan plöturnar. En allavegana, hérna koma 15 bestu lögin á árinu að mínu mati.

 1. b514.jpg
  Kelly Clarkson – Since You’ve been Gone – Já, hverjum hefði dottið þetta í hug. Kelly fokking Clarkson. American Idol og allur sá viðbjóður.

  En þetta lag er einfaldlega fáránlega grípandi og skemmtilegt. Ég gaf því ekki sjens fyrr en ég sá að nokkrir “virðulegir” pennar voru farnir að hrósa því. Og það er ekki að ástæðulausu að þetta lag er svona vinsælt hjá fólki, sem myndi aldrei detta í hug að horfa á Ædol. Ég gaf því sjens og eftir 2-3 hlustanir var það komið inní hausinn á mér og þar sat það fast í margar vikur.

  Einfaldlega besta lag ársins. Það kom þá allavegana eitthvað gott úr þessari Idol vitleysu allri.

 2. Sigur Rós – Hoppípolla – Samkvæmt iTunes þá er þetta það lag, sem ég hef oftast hlustað á á árinu. Enda er þetta besta lagið á frábærri plötu Sigurrósar.
 3. Bloc Party – Like Eating Glass
 4. The Cardigans – I need some fine wine and you, you need to be nicer to me – Frábært Cardigans rokk einsog það gerist best. Nina er algjörlega á toppnum í þessu lagi.
 5. Coldplay – Fix You – Persónulega þá olli X&Y mér talsverðum vonbrigðum því ég átti von á meiru frá Coldplay. En Fix You er samt sem áður frábært lag.
 6. The Game – Hate it or Love it – The Game er snillingur og platan hans er frábær. Ég hélt að ég myndi velja eitthvað Kanye West lag á topp 15, en þrátt fyrir að mér finnist Late Registration vera besta hip-hop plata ársins, þá er ekkert lag á henni jafngrípandi og Hate it or Love it með The Game.
 7. Queens of the Stone Age – Little Sister – Besta lagið á frábærri plötu frá QOTSA.
 8. Weezer – Perfect Situation – Langbesta lagið á lélegri Weezer plötu.
 9. Antony and the Johnsons – Hope there’s Someone – Ég er ekki alveg kominn í aðdáendaklúbb AATJ einsog allir indí skríbentar á landinu. Platan er *góð* en ekki það stórkostlega meistarastykki sem margir vilja meina. En þetta er besta lag plötunnar.
 10. Madonna – Hung Up – Án efa danslag ársins. Fáránlega grípandi hjá Madonnu.
 11. Snoop Dogg & Justin – Signs
 12. Eels – Railroad Man
 13. Nine Inch Nails – Only
 14. System of a Down – B.y.o.b.
 15. Ampop – My delusions – Aldrei hefði mér dottið í hug að einhver í minni fjölskyldu gæti búið til góða tónlist, en Birgir frændi afsannar þá kenningu mína. Frábært lag.

Nálægt því að komast á listann: Soul meets body – Death Cab, Gold Digger – Kanye West, Best of You – Foo Fighters, Faithful – Common, Landed – Ben Folds, Tribulations – LCD Soundsystem, Forever Lost – The Magic Numbers

Plöturnar koma svo seinna í þessari viku.

10 Bestu lagabútarnir

Á [þessari síðu](http://www.retrocrush.com/archive2004/coolsongs/index.html) er athyglisverður listi. Höfundur tók sig til og gerði lista yfir 50 flottustu lagabútana. Það er: ekki 50 flottustu lögin, heldur 50 flottustu hlutar úr lögum. Flott trommusóló, flott laglína og svo framvegis.

Mér fannst þetta sniðugt og fór aðeins að pæla í þessu og endaði með þennan lista. Semsagt þetta eru mínir uppáhalds lagapartar. Frá flottum gítarsólóum til parta þar sem ég hef fengið gæsahúð, eða tengi einhverju merkilegu í mínu lífi. Kannski finnst öðrum þetta ekkert merkilegir hlutar, ég veit það ekki. En allavegana, talan fyrir aftan lagaheitið merkir það hvenær í laginu viðkomandi bútur byrjar.

 1. **Jeff Buckley – Last Goodbye** – 3:50 – Allt lagið er sungið á algjörlega ólýsanlegan hátt af Buckley. En síðasta versið þegar hann nánast grætur línurnar gefa mér gæsahúð í hvert skipti. Hvernig hann grætur orðið “over” í síðustu línunni sýnir hversu stórkostlegur söngvari Buckley var: *”and the memories offer signs that it’s over”* – Ótrúlegt.
 2. **Bob Dylan – One of Us Must Know** – 3:50 – Dylan syngur með ótrúlegri tilfinningu *”never meant to do you any harm”*, fer svo inní viðlagið og svo í yndislegasta munnhörpusóló allra tíma. Munnharpan er skerandi, en samt svo ótrúlega fullkomin.
 3. **Sigur Rós – Popplagið** – 6:05 – Þegar að andinn í laginu gjörbreytist og lokakaflinn byrjar. Trommurnar og söngurinn. Ómægod!
 4. **I Want You – Elvis Costello** – 5:45 – Í lok lagsins þegar að Elvis er orðinn rólegur aftur og syngur: *Every night when I go off to bed and when I wake up…I want you…
  I’m going to say it once again ’til I instill it…I know I’m going to feel this way until you kill it…I want you*.

  Kannski er það vegna þess að ég hlustaði einu sinni á þetta lag svona 50 sinnum á rípít á meðan að ég hugsaði um stelpu, sem ég var að tapa mér yfir. En allavegana, ég elska þennan kafla. Já, og ég elska þetta lag. Ég man ennþá að ég var útá svölum á hóteli við ströndina á Margarítu þegar að Eunice vinkona mín spilaði þetta lag í fyrsta skipti fyrir mig. Gleymi því aldrei.

 5. **Gerry & the Pacemakers – You’ll Never Walk Alone** 1:15 – Ég þarf víst ekki að segja mikið meira en: *”Walk on…walk on…with hope in your heart…and you’ll never walk alone”*. Við Liverpool menn eigum flottasta stuðningslag í heimi.
 6. **Pink Floyd – Comfortably Numb** – 3:30 – Byrjunin á besta gítarsóló allra tíma. David Gilmour uppá sitt allra, allra besta.
 7. **Beck – Golden Age** – 0:00 – Byrjunin á Sea Change. Beck er greinilega ekkert í alltof góðu skapi og það heyrist í röddinni þegar hann byrjar: *”Put your hands on the wheels… let the golden age begin”*. Hann hefur aldrei sungið jafnvel og þarna.
 8. **Molotov – Gimme tha Power** – 2:05 – Áróðurslag þeirra Molotov manna gegn mexíkóskum stjórnvöldum nær hámarkinu í baráttuslagorðunum í endanum, sem passa svo vel. En af þeim tónleikum, sem ég hef farið á, hefur ekkert jafnast við það að standa í miðri mexíkóa hrúgunni og öskra: *”Si nos pintan como unso huevones….No lo somos…Viva Mexico Cabrones!”*
 9. **The Steet – Empty Cans** – 5:00 – Mike finnur peninginn sinn og allt smellur saman. Og svo byrjar hversdagsleikinn aftur. Stórkostlegur endir.
 10. **Rage against the Machine -Killing in the Name** – 4:10 – Hoppandi og öskrandi *”Fuck you I won’t do what you tell me”* í Kaplakrika, 15 ára gamall. Mikið var það gaman.

Eflaust er ég að gleyma einhverju. En mér finnst þetta samt vera nokkuð góður listi.

Uppáhalds plöturnar mínar

Ég tók mig til og gerði lista yfir uppáhaldsplöturnar mínar. Hef stundum spáð í þessu, þar sem þetta hefur breyst umtalsvert að unfandörnu, sérstaklega eftir að ég uppgötvaði Dylan. Hann setti eiginlega allt kerfið í köku.

Allavegana, ég ákvað að setja saman 10 uppáhaldsplöturnar mínar. Ég fylgdi tveim reglum í valinu:

* Aðeins ein plata með hverjum flytjanda.
* Horfði aðallega á plötur, sem höfðu breytt einhverju í lífi mínu, eða hafa verið “uppáhaldsplatan mín” á einhverjum tíma.

Jæja, ég vona að þessi listi eigi eftir að breytast oft og mörgum sinnum á minni ævi, því ég er vonandi rétt að byrja að uppgötva góða tónlist.

 1. Blonde on Blonde – Bob Dylan. Ég einfaldlega veit ekki um betri plötu. Ég hef reynt að fara í gegnum stóran hluta af Dylan safninu, en alltaf leita ég aftur í Blonde on Blonde. Blood on the Tracks kæmist reyndar líka inná topp 10 hjá mér, en það er eitthvað extra á Blonde on Blonde. Reyndar eru lögin ekki öll fullkmin. Mér finnst Rainy Day Women til dæmis ekkert sérstakt. En það er bara svo einfalt að á þessari plötu eru nokkur af bestu lögum allra tíma. Visions of Johanna, One of us must know, I want you, Stuck inside of Mobile, Just like a woman og Sad Eyed Lady of the Lowlands.

  Þetta kemst ansi nálægt því að vera hin fullkomna plata og þrátt fyrir gríðarlega hlustun, þá fæ ég ekki ógeð. Eftir viku hlé er mig farið að langa til að setja hana aftur á. Dylan er snillingur og að uppgötva hann hefur breytt lífi mínu. Ég veit ekki hvað ég var að spá öll þessi ár, sem ég hlustaði ekki á hann. Besta lag: One of Us Must Know (Sooner or Later)

 2. Pink Floyd – Dark Side of the Moon. Ég hef verið Pink Floyd aðdáandi í um 10 ár, allt frá því að einhver strákur talaði ekki um annað en Pink Floyd í einhverri AFS útilegu. Ég varð svo forvitinn að ég keypti mér Dark Side of the Moon. Og ég varð strax heltekinn. Ég á allar plöturnar og The Wall, Wish you were here, Meddle og fleiri eru allar á meðal minna uppáhaldsplatna. Dark Side of the Moon er samt sú besta að mínu mati, aðeins betri en Wish you were here. Lokalögin tvö, Brain Damage og Eclipse gera það að verkum. Besti endir á plötu í sögunni. Besta lag: Time
 3. Radiohead – OK Computer. Ótrúleg plata, sem ég keypti mér útí Mexíkó. Hafði aldrei fílað The Bends sérstaklega (þangað til að ég byrjaði að hlusta á hana aftur fyrir nokkrum árum – og þá uppgötvaði ég snilldina). En OK Computer er einfaldlega besta hljómplata síðustu 10 ára. Besta lag: Paranoid Android
 4. The Smashing Pumpkins – Mellon Colllie and the Infinite Sadness – Þegar ég var í Verzló spilaði ég Bullet with Butterfly wings í hverju einasta partíi og hlaut sennilega gríðarlega vinsældir fyrir. Ég held að ég hafi keypt mér þessa plötu þrisvar vegna þess að ég ferðaðist svo mikið með fyrri eintökin og rispaði þau svo illa. Algjört meistarastykki. Besta lag: Tonight Tonight
 5. Jeff Buckley – Grace. Ein fyrrverandi kærastan mín gaf mér þessa plötu þegar við skildum. Þess vegna hefur þessi plata alltaf haft sérstaka merkingu í mínum huga. Buckley er ótrúlegur á þessari plötu. Ef einhverjir hafa ekki hlustað á hana, þá mæli ég með því að þeir sömu stökkvi útí búð núna. Besta lag: Last Goodbye
 6. U2 – The Joshua Tree – Einu sinni þótti mér töff að tala illa um U2. En ég hef vaxið uppúr því. The Joshua Tree er einfaldlega æði. Besta lag: Red Hill Mining Town
 7. Oasis – (What’s the story) Morning Glory? Jólin 95 fékk ég tvær plötur í jólagjöf. Önnur var The Great Escape með Blur og hin var What’s the Story með Oasis. Ég dýrkaði þær báðar á þeim tíma, en með árunum hefur Oasis platan elst betur. Besta lag: Champagne Supernova og Wonderwall
 8. Beck – Sea Change. Besta plata Beck og sú, sem kallar fram mestar tilfinningar hjá mér. Besta lag: Golden Age
 9. The Chronic – Dr. Dre. Einu sinni var ég bjáni, sem hélt að allt Hip-Hop væri drasl. Þökk sé Kristjáni vini mínum þá hef ég vaxið uppúr því. Chronic er einfaldlega besta hip-hop plata allra tíma. Punktur. Besta lag: Wit Dre Day (And Everybody’s Celebratin)
 10. Weezer – Weezer – Mig minnir að það hafi verið Gunni vinur minn, sem sannfærði mig áður en ég fór til Venezuela að gefa Weezer sjens. Ég keypti mér hana því og tók með út. Platan er með ólíkindum góð. Öll lögin nánast jafnsterk. Besta lag: Only in Dreams.

Þessar plötur voru næst því að komast inn:

Neil Young – Harvest, Blood on the Tracks – Bob Dylan, Pet Sounds – Beach Boys, The Beatles – Abbey Road, Rage against the machine – Rage against the machine, Guns ‘N Roses – Appetite for Destruction, Pink Floyd – Wish you were here, The Streets – A Grand don’t come for free, The Beatles – Sgt. Pepper’s Lynyrd Skynyrd – Pronounced Leh-Nerd Skin-Nerd, Maus – Lof mér að falla að þínu eyra, Sigur Rós – Ágætis Byrjun, Nirvana – Nevermind, De La Soul – 3 feet high and rising, Beastie Boys – Ill Communication

Svona lítur þetta semsagt út. Held að þetta sé ágætt fyrir daginn í dag. Ykkur er velkomið að hneykslast eða dást að tónlistarsmekk mínum 🙂

Uppáhalds borgirnar mínar

Þegar maður er veikur í fimm daga verður maður að finna sér eitthvað til dundurs. Ég ákvað að taka saman þennan lista yfir uppáhaldsborgirnar mínar.

Ég vona svo innilega að þessi listi muni breytast á næstu árum og ég finni nýjar borgir, sem heilli mig meira en þær á listanum.

 1. Chicago: Auðvitað er ég sérstaklega hrifinn af Chicago vegna þess hversu miklum tíma ég eyddi þar. En borgin er æði. Fyrir það fyrsta er hún fallegasta borg Bandaríkjanna. San Fransisco er á fallegri stað, en Chicago er fallegri borg. Fallegri byggingar, hreinni og svo framvegis. Chicago hefur allt, sem maður þarf á að halda. Bestu veitingastaðir, sem ég hef farið á, frábært næturlíf, strönd og svo framvegis. Og það, sem mestu skiptir, hún hefur æðislegasta íþróttavöll í heimi, Wrigley Field. Ég get ekki nefnt margt, sem mér hefur fundist skemmtilegra um ævina en að eyða eftirmiðdegi í sólinni á Wrigley Field, drekkandi bjór og horfandi á baseball. Það er ógleymanleg lífsreynsla.
 2. Buenos Aires: Besta næturlíf í heimi. PUNKTUR! Ég var með þremur vinum mínum í þrjár vikur í Buenos Aires og við gerðum nánast ekkert nema að djamma þar. Næturlífið er á fullu, sama hvort það er á mánudegi eða laugardegi. – Vissulega er borgin skítug, ekkert alltof heillandi á köflum, umferðin er sturlun og svo framvegis. En það er eitthvað við þessa borg, sem heillaði mig alveg uppúr skónum þegar ég var þar. Borgin hefur einhvern sjarma, sem erfitt er að lýsa.
 3. Moskva: Frábær borg. Einhver ótrúlegur kraftur og geðveiki tengd þessari blöndun á leifum kommúnismans og brjálæðis kapítalismans, sem hefur gripið borgina. Fólkið æði, stelpurnar eru í pilsum sama hvernig veðrið er, frábært næturlíf og endalaust af ferðamannastöðum til að heimsækja.
 4. Mexíkóborg: Margir, sem hafa komið til Mexíkóborgar eru ekki hrifnir. Mengunin er fáránleg, borgin er ótrúlega stór og virkar kannski ekki heillandi við fyrstu sýn. En ég varðástfanginn þegar ég bjó þar. Besti matur í heimi, án nokkurs vafa, yndislegt fólk og einstakt næturlíf. Jafnast ekkert á við það að drekka tequila og bjór fram eftir allri nótt og fá sér svo tacos á 500 manna veitingastað, sem er troðfullur klukkan 6 að morgni. Í Mexíkóborg upplifði ég í fyrsta sinn umferðaröngþveiti klukkan 4 að morgni. Það segir ansi mikið um þessa borg, bæði næturlífið og umferðina.
 5. Caracas: Svipað og með Mexíkóborg. Margir, sem hafa komið þangað fíla borgina ekki. En ég bjó þarna náttúrulega í ár og hef séð ansi margt. Sennilega fáar borgir, sem ég tengi jafn skemmtilegum minningum og Caracas. Æðisleg borg. Já, og þar býr líka fallegasta kvenfólk í heimi.
 6. Las Vegas: Af borgunum á listanum hef ég dvalið styst í Las Vegas. En borgin er ótrúleg. Það er í raun ekki hægt að lýsa henni fyrir fólki. En eftir að ég kvaddi borgina leið varla dagur án þess að mig langaði ekki aftur.
 7. Barcelona: Fallegasta borg, sem ég hef komið til. Ótrúlegur arkítektúr, frábær matur, frábært næturlíf og einstakt götulíf. Ein af þessum borgum, sem mig hefur alltaf langað til að verða eftir í.
 8. Havana: Draumur minn er að ég verði sjötugur og geti þá flutt til Havana. Þar myndi ég svo eyða eftirmiðdögunum drekkandi romm, reykjandi vindla og spilandi dominos við vini mína. Það væri indælt. Havana er æði. Það slæma við hana er hversu óheppnir Kúbverjar eru með leiðtoga, en það er líka auðvitað viðskiptabanninu að hluta til að þakka hversu sjarmerandi borgin er í dag.
 9. New York: Sú borg, sem mig langar hvað mest að búa í. Það er eitthvað yndislega heillandi við allan mannfjöldann, allar byggingarnar og alla geðveikina.
 10. New Orleans: Ef að Buenos Aires er með besta næturlíf í heimi, þá er New Orleans ekki langt undan. Ég eyddi þarna spring break með vinum mínum og því djammi mun ég seint gleyma. Áfengi er selt á götum úti einsog svaladrykkir og það eru allir í brjáluðu stuði, hvort sem það er útá götum eða inná stöðum í franska hlutanum. Ótrúlegt að þessi borg skuli vera í Bandaríkjunum, vo ótrúlega ólík öllu öðru í landinu.

Aðrar borgir, sem komu til greina: Rio de Janeiro – Brasilía, Salvador de Bahia – Brasilíu, San Fransisco – USA, St. Pétursborg – Rússland, Montreal – Kanada. Ég hef ekki komið til Asíu, Afríku og Eyjaálfu auk þess sem ég hef ekki heimsótt evrópskar borgir einsog Prag, París, Róm og Berlín.

p.s. látið mig vita ef þið lendið í vandræðum með að kommenta. einarorn (@) gmail.com – ég er nefnilega að prófa nýtt til að verjast kommenta spami.

Bestu lögin og bestu plöturnar 2004

Jæja, þá er komið að árlegri færslu hjá mér. Það að lista upp bestu plöturnar á árinu. Sjá hér [2002](https://www.eoe.is/gamalt/2002/12/30/14.31.05/) og [2003](https://www.eoe.is/gamalt/2003/12/30/23.58.55). Ég ætla að hafa sama snið á þessu og í fyrra, það er að velja 10 bestu plöturnar og 15 bestu lögin á árinu. Byrjum á lögunum:

 1. Franz Ferdinand – Take Me Out – Í alvöru, það er ekki hægt að hlusta á þetta lag án þess að hoppa einsog vitleysingur. Frábært rokk!
 2. Quarashi – Stun Gun – Það eru fáir betri í þessum heimi við að búa til grípandi lög en Sölvi Blöndal. Í raun er Guerilla Disco uppfull af frábærum lögum en einhvern veginn hefur Stun Gun staðið uppúr hjá mér.
 3. Scissor Sisters – Take your mama out – Partílag ársins. Ég held að ég hafi hlustað á þetta lag fyrir hvert einasta djamm síðustu mánuðina.
 4. U2 – Vertigo
 5. Modest Mouse – Float On
 6. The Streets – Dry Your Eyes
 7. Beck – Everybody’s Gotta Learn Someteimes
 8. Wilco – Spiders (Kidsmoke)
 9. Hæsta Hendin – Botninn Upp
 10. N.E.R.D. – Maybe
 11. Jay-Z – December 4th
 12. The Darkness – I Believe in a Thing Called Love
 13. Eminem – Encore
 14. Britney Spears – Toxic
 15. The Killers – Mr. Brightside

Fjögur efstu lögin voru frekar jöfn í mínum huga. Það komu tímabil á árinu, þar sem þessi lög voru í nánast stanslausri spilun hjá mér. En ég held að Take Me Out hafi þó staðið uppúr.


Og þá plöturnar:

 1. The Streets – A Grand don’t come for free – LANGBESTA plata ársins. Stórkostleg snilld. Ég get svo svarið það, ég er búinn að hlusta á plötuna að minnsta kosti 35-40 sinnum og hún er ennþá að vaxa í áliti hjá mér. Mike Skinner er besti rappari í heimi í dag, segi ég og skrifa. Engir stælar, engin læti, bara 25 ára strákur að segja frá nokkrum dögum í lífi sínu. Hvernig hann verður ástfanginn og hvernig stelpan hans heldur framhjá besta vini hans. Og umfram allt þá rappar hann um alla litlu hlutina, sem við eigum við að etja á hverjum degi.

  Ég man eitthvað kvöldið þegar ég sat hérna heima og heyrði í fyrsta skipti alla textana. Oft hlustar maður á lög en nær kannski ekki þeim boðskap, sem listamaðurinn vill koma til skila. En þegar ég loksins hlustaði nógu vel fékk ég gæsahúð yfir snilldinni. Endirinn á plötunni er sérstaklega áhrifamikill allt frá því þegar Mike fattar að kærastan hélt framhjá honum í “What is he thinking” yfir í “Dry Your Eyes”, þar sem hann talar við kærustuna sína um framhjáhaldið og allt yfir í lokalagið, Empty Cans sem er besta lag plötunnar. Ég get ekki hlustað á þennan kafla (sérstaklega síðustu tvö lögin) án þess að fá gæsahúð. Besta plata sem ég hef heyrt lengi.

 2. Franz Ferdinand – Franz Ferdinand – Án efa nýliðar ársins. Take Me Out greip mig strax og ég hef ekki almennilega jafnað mig á því lagi. Kaflinn þegar lagið breytist úr “The Strokes” í eitthvað allt annað, er algjör snilld og ég á enn í dag erfitt með að hoppa ekki í þeim kafla. Restin af plötunni nær auðvitað ekki þeirri hæð, sem Take Me Out nær, en hún er samt uppfull af frábærum rokklögum. Jacquelina, Dark of the Matinee og svo framvegis. Frábært rokk.
 3. Wilco – A Ghost is Born – Talsvert meira catchy en fyrri Wilco plötur og stendur Yankee Hotel Foxtrot ekki langt að baki. Spiders (Kidsmoke) er algjör snilld, þrátt fyrir að ég hafi verið púaður niður af vinum mínum þegar ég hef reynt að spila það. Já, og Hummingbird er frábært popp. Virkilega góð plata.
 4. Madvillain – Madvillainy – Ok, ég ætla ekkert að þykjast vera einhver underground hip-hop sérfræðingur, því ég hafði ekki hugmynd um þá, sem standa að þessari plötu þangað til að ég sá þetta athyglisverða plötu-umslag í San Fransisco. En þetta eru semsagt þeir MF Doom og pródúserinn Madlib, sem saman stofnuðu Madvillain og gáfu út þessa frábæru hip-hop plötu. Þétt keyrsla í öllum lögum.
 5. Modest Mouse – Good News For People Who Love Bad News – Ég vissi ekkert um þessa sveit þangað til að ég heyrði “Float On” fyrst í útvarpinu. Það lag greip mig algerlega, en samt kom það mér virkilega á óvart hvað platan þeirra er frábær. Bury Me With It, The View og fleiri eru frábært lög.
 6. The Killers – Hot Fuss
 7. Björk – Medulla
 8. U2 – How To Dismantle an Atomic Bomb
 9. Scissor Sisters – Scissor Sisters
 10. Morrissey – You are the Quarry

Svo að lokum það besta af því gamla dóti, sem ég hef uppgötvað á árinu: Blonde on Blonde og Blood on the Tracks með Dylan. Transformer og VU og Nico með Lou Reed og Velvet Underground og svo Willie Nelson.

Bestu myndbönd ársins: Blinded by the light – The Streets, Toxic – Britney Spears og svo auðvitað Call on Me – Eric Prydz.