Svik, harmur og dauði er SNILLD

Ég byrjaði dálítið seint að fíla HAM og ég var ekki svo kúl að hafa mætt á lokatónleikana þeirra á Tunglinu þegar ég var 17 ára. Eftir að þeir hættu að spila þá byrjaði ég þó að hlusta á þeirra eldri plötur og varð hrifinn. Ég var líka hrifinn af sóló projektum Sigurjóns Kjartanssonar og átti báðar Olympíu plöturnar, sem ég hlustaði á þegar ég var 17-18 ára. Það vakti alltaf mikla lukku þegar ég setti þær plötur á í partýjum.

Þegar ég heyrði fyrst um það að þeir ætluðu að gefa út nýja plötu þá hafði ég eflaust einsog flestr miklar efasemdir um að það yrði gott stöff. Það er bara ekki svo algengt að menn, sem voru í frábærri rokkhljómsveit þegar þeir voru undir þrítugt geti komið aftur 15 árum seinna og ennþá gert góða tónlist.

Eflaust hafa flestir lesið dóma um nýju plötuna þeirra, en það er alveg þess virði að endurtaka það hér: Þessi plata er fokking snilld! Ég hef ekki hlustað eins mikið á neina aðra plötu á þessu ári og lögin eru nánast öll frábær. Lögin sem hafa verið í spilun á Íslandi (Sviksemi og Ingimar) eru algjörlega frábær, en ég held ekki minna uppá lög einsog Veislu Hertogans Svartan Hrafn og Heimamenn. Þetta er einfaldlega besta rokkplata, sem ég hef hlustað á lengi.

Hægt er að kaupa plötuna á Gogoyoko fyrir fólk í útlöndum einsog mig, eða þá bara labba útí næstu búð.

Veronica Maggio

Á þessu ári hef ég sennilega ekki hlustað jafnmikið á neinn listamann líkt og hina sænsku Veronica Maggio. Veronica er þrítug, frá Uppsala og hefur gefið út þrjár plötur. Sú nýjasta hefur verið spiluð gríðarlega mikið heima hjá okkur Margréti síðustu mánuði, sem og á nánast öllum útvarpsstöðvum í Svíþjóð.

Á morgun ætlum við Margrét að sjá Veronicu spila á Cirkus á eyjunni Djurgården í Stokkhólmi. Ég er gríðarlega spenntur.

Ég held að Veronica hafi verið nokkuð vinsæl í Danmörku og Noregi, en sennilega ekki á Íslandi. En hérna eru tvo æðisleg lög sem eru af nýju plötunni sem heitir Satan i Gatan. Ef þú hlustar á þau 2-3svar sinnum þá er ég sannfærður um að þú fallir fyrir henni.

Fyrst stuðlagið Jag kommer, sem er sennilega mest spilaða lagið af plötunni. Ég þurfti bara að heyra það tvisvar til þess að fá það algjörlega á heilann.

Og svo Mitt hjärta blöder, sem er líka frábært lag.

Ég veit ekki hvað það er með sænskar stelpur, en Robyn átti án efa besta lag síðasta árs (Dancing on my own) og Veronica Maggio á á þessu ári það lag sem ég hef mest hlustað á. Einhvern tímann hefðu það nú þótt fréttir.

Nýtt frá Beastie Boys

Ein uppáhaldshljómsveitin mín, Beastie Boys, var að gefa út nýja plötu: Hot Sauce Committe Part 2. Þeir félagar eru orðnir 45 ára gamlir, en við fyrstu hlustun virkar þetta mjög vel á mig. Þeir kunna þetta.

Þetta er svo stuttmynd full af alls konar snillingum (Seth Rogen, Will Ferrell, Jack Black, Rainn Wilson o.fl.) þar sem meðal annars fyrsta lagið af plötunni, Make Som Noise, heyrist.

Ég mæli með þessu.

Bestu plöturnar og lögin 2010

Já, og svo að ég klikki ekki alveg svona korter í áramót. Til að halda við áramótahefðinni á þessu bloggi, þá verður þetta stutt og einfalt.

Bestu plöturnar 2010:

1. Kanye West – My Beautiful dark twisted fantasy
2. Beach House – Teen Dream
3. Joanna Newsom – Have one on me
4. Jónsi – Go
5. Arcade Fire – The Suburbs

Og bestu lögin:

1. Arcade Fire – Ready to start
2. Robyn – Dancing on my own (Robyn aðdáandi númer eitt á heiðurinn að þessu).
3. Jónsi – Around Us

Ok Computer og In Rainbows saman

Ok Computer með Radiohead er á topp 5 yfir uppáhaldsplöturnar mínar. Ég gjörsamlega dýrka þá plötu. Via Kottke þá rakst ég á þessa pælingu, það er að mixa saman lögunum á Ok Computer og In Rainbows. Taka lag 1 á Ok Computer, svo 1 á In Rainbows, svo 2 á Ok Computer og svo framvegis.

Þetta virkar ótrúlega vel. Í raun hljómar þetta einsog ein heilstæð plata. Gott ef að ég fílaði ekki In Rainbows lögin enn betur þegar þau komu svona strax á eftir Ok Computer.

Á Lady Gaga tónleikum

Síðustu mánuði hef ég fengið að hlusta á Lady Gaga ansi oft.  Hún er í miklu uppáhaldi hjá Margréti og það þýðir að í tíma og ótíma hef ég heyrt lögin hennar.  Ég hélt því fram við Margréti að ég þekkti bara eitt lag með Lady Gaga (Pokerface) en ég komst að því að það var nær því að ég þekkti 10 lög með henni.

Fyrir nokkrum vikum buðust mér svo boðsmiðar á tónleika með henni hérna í Globen.  Lady Gaga hafði selt upp tvö kvöld í Globen og við fengum miða á fyrra kvöldið í gegnum auglýsingastofunna okkar hérna í Stokkhólmi.

Ég var ekkert sérlega spenntur fyrir tónleikunum fyrirfram, en ég verð að segja að þeir komu mér skemmtilega á óvart.  Tónleikarnir eru settir upp sem nokkurs konar leikrit eða ópera.  Sviðið var einsog leikmynd í leikhúsi og tónleikarnir skiptust í 4 hluta, sem voru með ólíkar sviðsmyndir og hún í ólíkum búningum.   Á milli laga (kannski í 3-4. hverju lagi) kom upp risastór tjald með einhverjum stuttum vídeóskotum (oftast undir Dance in the Dark).  Þetta þýddi að tónleikarnir voru einsog lítið leikrit með söguþræði.

Þetta hljómar kannski ekkert alltof spennandi, en þetta gekk ótrúlega vel upp.  Ég komst að því á tónleikunum að ég þekkti auðvitað fulltaf lögum með Lady Gaga og þótt að ég hefði ekki verið að tapa mér, grátandi og öskrandi einsog 13 ára stelpurnar fyrir aftan okkur, þá skemmti ég mér bara ótrúlega vel.  Lady Gaga er nefnilega helvíti flott og hæfileikarík söngkona, sem hefur samið alveg helling af alveg ótrúlega grípandi lögum.

Eftir tónleikana var ég svo með lög með henni nánast stanslaust á heilanum.  Fyrst var stef úr Dance in the Dark, svo kom Bad Romance og Telephone og öll hin lögin.  Í vikunni sá ég að þetta gekk ekki lengur og setti tónlist frá henni inná iTunes hjá mér.  Síðan þá hef ég varla hlustað á aðra tónlist.

Þannig að á nokkrum vikum þá hef ég farið frá því að lýsa frati á Lady Gaga yfir í það að hlusta á hana í símanum á hverjum degi.  Gott popp getur haft svona áhrif á mann.

Bestu lögin og plöturnar 2009

Ég hef hlustað á fáránlega lítið af tónlist á þessu ári. Ég veit ekki almennilega hvað því veldur. En til að halda við áramótahefðinni á þessu bloggi þá ætla ég að reyna að hripa saman lista yfir uppáhaldsplöturnar mínar á árinu.

Einsog síðustu ár er hérna listi minn yfir uppáhaldsplötur mínar og lög á árinu 2009.

Bestu plöturnar 2009

  1. bruce-springsteen-working-on-a-dream-album-cover-picturejpg1Working on a Dream – Bruce Springsteen.  Hápunkturinn á þessu tónlistarári mínu var þegar við Margrét fórum á stórkostlega Bruce Springsteen tónleika á Stadion í Stokkhólmi.  Platan sem kom út á árinu var frábær og lögin sem hann gaf út í kjölfarið á henni (The Wrestler og Wrecking Ball) voru bæði í gríðarlegu uppáhaldi hjá mér.  Tónleikarnir voru ótrúlegir og þess vegna stendur þessi plata enn meira uppúr á árinu.  Besta lag: Outlaw Pete, sem var hreint stórkostlegt á tónleikunum.
  2. Veckatimest – Grizzly Bear.
  3. Journal for the Plague Lovers – Manic Street Preachers.  Besta platan frá Manics í langan tíma.
  4. The Blueprint 3 – Jay-Z
  5. 21st Century Breakdown – Green Day.  Við Margrét fórum líka á tónleika með Green Day í haust og þar tóku þeir stóran hluta af 21st century.  Hún er ekki jafn góð og American Idiot, en samt mjög góð.

Bestu lögin 2009.

  1. Empire State of Mind – Jay-Z og Alicia Keys. – Jay-Z er einfaldlega snillingur og þetta var besta lagið á annars góðri plötu.  Það mun sennilega ekkert lag frá 2009 verða jafnsterkt í minningunni og topplagið 2008, en þessi dúett þeirra Jay-Z og Aliciu Keys stóð uppúr.
  2. Wrecking Ball – Bruce Springsteen.  Þetta lag greip mig algjörlega í haust og ég spilaði það og spilaði svo oft að þegar ég fór að hugsa um uppáhaldslögin mín á árinu þá fannst mér þetta eiginlega verða að vera númer 1.
  3. 21 Guns – Green Day.
  4. Two Weeks – Grizzly Bear.
  5. I got a feeling – Black Eyed Peas.

Bestu tónleikarnir sem ég sá: Bruce Springsteen á Stadio í ágúst, Neil Young í júlí og Green Day í Globen í október.

Sjá lista frá 2008, 2007, 2006, 2005, 2004, 2003 og 2002.

Springsteen á morgun

Ég og Margrét erum á leið á Bruce Springsteen tónleika á morgun og ég er um það bil að tryllast úr spenningi. Ég hef ekki verið svona spenntur fyrir tónleikum í mörg, mörg ár.

Springsteen er búinn með tvo tónleika á evrópska túrnum, á hátíð í Hollandi og svo í Finnlandi í gær. Set-listinn af þeim tónleikum lítur stórkostlega út.

Badlands
Radio Nowhere
Prove It All Night
Outlaw Pete
Out in the Street
Hungry Heart
Working on a Dream
Seeds
Johnny 99
The Ghost of Tom Joad
Raise Your Hand
Cover Me
Because the Night
Thunder Road
Waitin’ on a Sunny Day
The Promised Land
The Dark End of the Street
Kingdom of Days
Lonesome Day
The Rising
Born to Run

Uppklapp:
Hard Times
Bobby Jean
Land of Hope and Dreams
American Land
Glory Days
Dancing in the Dark

Eigum við eitthvað að ræða þessa snilld? Jú jú, þetta yrði eitthvað smá öðruvísi ef að ég myndi velja þetta sjálfur (vantar uppáhaldslagið mitt, River) en vá hvað þetta er samt mikið æði.

Eini gallinn er að það er spáð riginingu og við erum í stæðum, þannig að við munum blotna. En hvað gerir maður ekki fyrir Bruce Springsteen tónleika?

Bestu lögin og plöturnar 2008

Einsog síðustu ár er hérna listi minn yfir uppáhaldsplötur mínar og lög á árinu 2008.

  1. sud-i-eyrumSigur Rós – Með suð í eyrum við spilum endalaust:  Bestu plöturnar og þær eftirminnilegustu eru ávallt þær sem maður getur tengt við ákveðna atburði eða ákveðin skeið í lífinu.   “Með Suð í eyrum” kom út um mitt sumar 2008, sem er án efa besta sumar ævi minnar. 
    Fyrri hluti plötunnar var nánast alltaf í spilun þar sem ég var, hvort sem það var í partíjum, bílferðum eða útilegum.  Ég hef átt ófá skemmtileg augnablikin þar sem ég hef sungið “Inní mér syngur vitleysingur” með vinum og kærustu í partíjum, á skemmtistöðum eða tónleikum.
    Ég uppgötvaði seinni hluta plötunnar samt ekki alveg strax.  Einhvern veginn passaði sá rólegi hluti ekki alveg við allt fjörið í sumar.  En í vetur, sérstaklega þegar ég var einn að vesenast á labbi í myrkrinu í Stokkhólmi þá passaði tónlistin akkúrat og ég byrjaði að elska lög einsog Fljótavík. Þannig að þegar ég hugsa aftur til 2008 þá mun ég sennilega hugsa um þessa plötu.  Besta lag:  Inní mér syngur vitleysingur.
  2. Bon Iver – For Emma, Forever Ago. Þetta er platan sem hefur sennilega oftast fengið að renna í gegn þegar ég er að sofna á kvöldin á þessu ári.  Á síðasta ári lokaði Justin Vernon sig af í kofa í Wisconsin í ástarsorg og bjó til þessa plötu.  Hún er frábær.  Besta lag: Re:Stacks.
  3. TV on the Radio – Dear scienceBesta lag: Stork & Owl
  4. Lil Wayne – Tha Carter 3. Besta hip-hop plata ársins með besta hip-hop lagi ársins (og nei, það er ekki A Milli).  Besta lag: Mr. Carter
  5. M83 – Saturdays = Youth
  6. Deerhunter – Microcastle
  7. Kings of Leon – Only by the night
  8. Jakob Dylan – Seeing Things
  9. Portishead – Third
  10. David Byrne & Brian Eno – Everything that happens will happen today.

Bestu lög ársins.

  1. Þú komst við hjartað í mér – Hjaltalín.  Ég heyrði lagið fyrst með Páli Óskari í bílferð í sumar.  Stuttu seinna heyrði ég svo útgáfuna með Hjaltalín og á sama tíma og ég varð ástfanginn fór þetta lag að hljóma alls staðar í kringum mig.  Já, ég veit hversu væmið þetta hljómar. En þetta er í mínum huga lag ársins.
  2. Inní mér syngur vitleysingur – Sigur Rós.  Ef einhver hefði sagt við mig fyrir ári að Sigur Rós myndi eiga hressasta lag ársins, þá hefði ég hlegið.  En þessir strákar eru einfaldlega snillingar.
  3. Mr. Carter – Lil Wayne.  Ótrúlega grípandi.  Það að Jay-Z rappi nokkrar línur gerir hlutina bara betri.
  4. Sex On Fire – Kings of Leon
  5. 4 Minutes – Madonna & Justin Timberlake
  6. Viva La Vida – Coldplay
  7. Love Is Noise – The Verve
  8. I Will Possess Your Heart – Death Cab for Cutie
  9. The Day That Never Comes – Metallica
  10. Street Of Dreams – Guns ‘N Roses. Ég varð bara að setja eitthvað með GNR. Ég var búinn að bíða eftir þessari plötu síðan ég var 14 ára.

Þannig lítur þetta út. Kannski ekkert stórkostlegt tónlistarár þannig séð. Einhvern veginn held ég að eftir nokkur ár muni fáir þessara diska lifa. Kannski einna helst Sigur Rós og Bon Iver.