Ok Computer með Radiohead er á topp 5 yfir uppáhaldsplöturnar mínar. Ég gjörsamlega dýrka þá plötu. Via Kottke þá rakst ég á þessa pælingu, það er að mixa saman lögunum á Ok Computer og In Rainbows. Taka lag 1 á Ok Computer, svo 1 á In Rainbows, svo 2 á Ok Computer og svo framvegis.
Þetta virkar ótrúlega vel. Í raun hljómar þetta einsog ein heilstæð plata. Gott ef að ég fílaði ekki In Rainbows lögin enn betur þegar þau komu svona strax á eftir Ok Computer.
Ég prófaði að hlusta á þessa „nýju“ plötu eftir að lesa þetta hjá Kottke og þetta passar merkilega vel saman. Ég kaupi ekki allar kenningarnar um að það séu falin skilaboð og binary-kóðar í uppsetningum platnanna sem vísi á einhvern stórasannleik (aðdáendur geta farið svo langt fram úr sér stundum), held að þetta vísi frekar á að Radiohead fylgi einhverri formúlu í uppsetningu platna (fjörugt lag fyrst, svo skrýtið, svo rólegt, etc.) sem valdi því að það er hægt að sameina plöturnar svona.
En töff er þetta. Verst að þessi tíu lög innihalda ekki Reckoner. Allir playlistar sem innihalda lög af In Rainbows en ekki Reckoner eru verri en platan sjálf. Þannig er það bara.
Á blogginu sem ég vísa í er líka talað um að nota öll lög á báðum plötum. Sjá þann playlista, sem er þar.
Nenni nú ekki að testa þetta. En þetta eru góðar plötur.