Einsog síðustu ár er hérna listi minn yfir uppáhaldsplötur mínar og lög á árinu 2008.
- Sigur Rós – Með suð í eyrum við spilum endalaust: Bestu plöturnar og þær eftirminnilegustu eru ávallt þær sem maður getur tengt við ákveðna atburði eða ákveðin skeið í lífinu. “Með Suð í eyrum” kom út um mitt sumar 2008, sem er án efa besta sumar ævi minnar.
Fyrri hluti plötunnar var nánast alltaf í spilun þar sem ég var, hvort sem það var í partíjum, bílferðum eða útilegum. Ég hef átt ófá skemmtileg augnablikin þar sem ég hef sungið “Inní mér syngur vitleysingur” með vinum og kærustu í partíjum, á skemmtistöðum eða tónleikum.
Ég uppgötvaði seinni hluta plötunnar samt ekki alveg strax. Einhvern veginn passaði sá rólegi hluti ekki alveg við allt fjörið í sumar. En í vetur, sérstaklega þegar ég var einn að vesenast á labbi í myrkrinu í Stokkhólmi þá passaði tónlistin akkúrat og ég byrjaði að elska lög einsog Fljótavík. Þannig að þegar ég hugsa aftur til 2008 þá mun ég sennilega hugsa um þessa plötu. Besta lag: Inní mér syngur vitleysingur. - Bon Iver – For Emma, Forever Ago. Þetta er platan sem hefur sennilega oftast fengið að renna í gegn þegar ég er að sofna á kvöldin á þessu ári. Á síðasta ári lokaði Justin Vernon sig af í kofa í Wisconsin í ástarsorg og bjó til þessa plötu. Hún er frábær. Besta lag: Re:Stacks.
- TV on the Radio – Dear science. Besta lag: Stork & Owl
- Lil Wayne – Tha Carter 3. Besta hip-hop plata ársins með besta hip-hop lagi ársins (og nei, það er ekki A Milli). Besta lag: Mr. Carter
- M83 – Saturdays = Youth
- Deerhunter – Microcastle
- Kings of Leon – Only by the night
- Jakob Dylan – Seeing Things
- Portishead – Third
- David Byrne & Brian Eno – Everything that happens will happen today.
Bestu lög ársins.
- Þú komst við hjartað í mér – Hjaltalín. Ég heyrði lagið fyrst með Páli Óskari í bílferð í sumar. Stuttu seinna heyrði ég svo útgáfuna með Hjaltalín og á sama tíma og ég varð ástfanginn fór þetta lag að hljóma alls staðar í kringum mig. Já, ég veit hversu væmið þetta hljómar. En þetta er í mínum huga lag ársins.
- Inní mér syngur vitleysingur – Sigur Rós. Ef einhver hefði sagt við mig fyrir ári að Sigur Rós myndi eiga hressasta lag ársins, þá hefði ég hlegið. En þessir strákar eru einfaldlega snillingar.
- Mr. Carter – Lil Wayne. Ótrúlega grípandi. Það að Jay-Z rappi nokkrar línur gerir hlutina bara betri.
- Sex On Fire – Kings of Leon
- 4 Minutes – Madonna & Justin Timberlake
- Viva La Vida – Coldplay
- Love Is Noise – The Verve
- I Will Possess Your Heart – Death Cab for Cutie
- The Day That Never Comes – Metallica
- Street Of Dreams – Guns ‘N Roses. Ég varð bara að setja eitthvað með GNR. Ég var búinn að bíða eftir þessari plötu síðan ég var 14 ára.
Þannig lítur þetta út. Kannski ekkert stórkostlegt tónlistarár þannig séð. Einhvern veginn held ég að eftir nokkur ár muni fáir þessara diska lifa. Kannski einna helst Sigur Rós og Bon Iver.
Hvað með Kanye West – Heartless ?