Ég hef hlustað á fáránlega lítið af tónlist á þessu ári. Ég veit ekki almennilega hvað því veldur. En til að halda við áramótahefðinni á þessu bloggi þá ætla ég að reyna að hripa saman lista yfir uppáhaldsplöturnar mínar á árinu.
Einsog síðustu ár er hérna listi minn yfir uppáhaldsplötur mínar og lög á árinu 2009.
Bestu plöturnar 2009
- Working on a Dream – Bruce Springsteen. Hápunkturinn á þessu tónlistarári mínu var þegar við Margrét fórum á stórkostlega Bruce Springsteen tónleika á Stadion í Stokkhólmi. Platan sem kom út á árinu var frábær og lögin sem hann gaf út í kjölfarið á henni (The Wrestler og Wrecking Ball) voru bæði í gríðarlegu uppáhaldi hjá mér. Tónleikarnir voru ótrúlegir og þess vegna stendur þessi plata enn meira uppúr á árinu. Besta lag: Outlaw Pete, sem var hreint stórkostlegt á tónleikunum.
- Veckatimest – Grizzly Bear.
- Journal for the Plague Lovers – Manic Street Preachers. Besta platan frá Manics í langan tíma.
- The Blueprint 3 – Jay-Z
- 21st Century Breakdown – Green Day. Við Margrét fórum líka á tónleika með Green Day í haust og þar tóku þeir stóran hluta af 21st century. Hún er ekki jafn góð og American Idiot, en samt mjög góð.
Bestu lögin 2009.
- Empire State of Mind – Jay-Z og Alicia Keys. – Jay-Z er einfaldlega snillingur og þetta var besta lagið á annars góðri plötu. Það mun sennilega ekkert lag frá 2009 verða jafnsterkt í minningunni og topplagið 2008, en þessi dúett þeirra Jay-Z og Aliciu Keys stóð uppúr.
- Wrecking Ball – Bruce Springsteen. Þetta lag greip mig algjörlega í haust og ég spilaði það og spilaði svo oft að þegar ég fór að hugsa um uppáhaldslögin mín á árinu þá fannst mér þetta eiginlega verða að vera númer 1.
- 21 Guns – Green Day.
- Two Weeks – Grizzly Bear.
- I got a feeling – Black Eyed Peas.
Bestu tónleikarnir sem ég sá: Bruce Springsteen á Stadio í ágúst, Neil Young í júlí og Green Day í Globen í október.