Jæja, einsog vanalega kemur listinn minn yfir bestu plötur og lög ársins 2007.
- Jens Lekman – Night falls over Kortedala: Þetta er ekki auðvelt val. Kanye er stórkostlegur snillingur og nýja platan hans er aðvitað frábær. En Jens Lekman er það líka og þetta er án efa hans langbesta plata. Hann hafði lofað góðu áður, en á þessari plötu sprettur hann fram sem fullskapaður snillingur.Það eru nánast öll lögin góð, en samt þá er Your arms around me í mestu uppáhaldi hjá mér. Hverjum hefði dottið í hug að besta plata ársins kæmi frá Svía frá Gautarborg og myndi heita í höfuðið á úthverfi í þeirri borg.
- Kanye West – Graduation: Þriðja snilldarplatan frá Kanye West er að mínu mati sú besta í röðinni. Allt frá því að ég heyrði fyrstu smáskífuna (sem eldist ekkert sérstaklega vel, en ég var þó með hana á heilanum í margar vikur) þá var ég viss um að ég myndi elska þessa plötu. Sem ég og gerði. Bestu lögin eru (eftir að ég þreyttist á Stronger) Homecoming og The Glory
- Bruce Springsteen – Magic: Síðustu plötur frá Springsteen hafa allar verið góðar og ég hef smám saman komist yfir það að finnast hann hallærislegur og byrjað aftur að kunna að meta tónlistina hans. Ég hef alltaf verið hrifnari af rólegri plötum Springsteen, en á þessari plötu er hann í rokkaðri kantinum og það svínvirkar líka. Besta lag: Devil’s Arcade
- Radiohead – In Rainbows: Besta plata Radiohead í 10 ár.
- Okkervil River – Stage Names: Frábær plata frá hljómsveit sem ég hafði ekkert heyrt í.
- Jay-Z: American Gangster: Comebackið hjá Jay-Z er fullkomnað með þessari plötu þar sem ég fílaði ekkert sérstaklega Kingdom Come. Besta lag: Roc Boys (sem er reyndar besta lag ársins að mínu mati).
- LCD Soundsystem – Sound of Silver: Frábær plata sem inniheldur m.a. eitt af lögum ársins, All my friends
- Justice – Cross
- Pharoahe Monch – Desire
- Klaxons – Myths of the Near Future
Og þá bestu lög ársins
- Jay-Z – Roc Boys: Þetta lag og Stronger með Kanye voru mest grípandi lög ársins að mínu mati. Roc Boys er allt sem ég elska við Jay-Z. Þvílíkur snillingur.
- LCD Soundsystem – All my friends: Við fyrstu hlustun tók ég ekkert sérstaklega eftir þessu lagi en eftir að ég hafði rennt Sound of Silver nokkrum sinnum í gegn var þetta lagið sem stóð uppúr. Frábær texti og frábært lag.
- Okkervil River – Unless it kicks
- Kanye West – Stronger / Homecoming: Get ekki gert uppá milli þessara laga með Kanye
- Manic Street Preachers – Imperial Bodybags
- Bruce Springsteen – Devil’s Arcade / Radio Nowhere: Tvö bestu lögin af Springsteen plötunni
- Justice – D.A.N.C.E.
- Foo Fighters – The Pretender: Lagið sem hefur haldið mér vakandi í ræktinni undanfarna mánuði.
- Modest Mouse – Dashboard
- Silverchair – Straight Lines
Að mínu mati frábært tónlistarár.
Nokkuð góðir listar, báðir tveir. Og ég er bara frekar sammála þér, svona til tilbreytingar.
Mér finnst þessi Jens Lekman plata samt eldast svo illa. Eftir um það bil 10 hlustanir er maður farinn að hoppa yfir lög og eftir 10 í viðbót eru bara nokkur lög se mað manni finnst ennþá góð.
Og þegar að ég segi maður, þá meina ég ég.
Gleðilegt nýtt ár.
Jammm, það gæti vel verið. Ég byrjaði tiltölulega seint að hlusta á Lekman plötuna.
Það gerðist jú árið 2006 að ég valdi Dylan sem bestu plötuna en Justin Timberlake númer 2. Ég hlusta á lög af Timberlake plötunni nærri því einu sinni í viku enn í dag, en hlustaði varla á Dylan plötuna allt síðasta ár.