17. júní

Hæ hó jibbí jei og allt það.

 • Ég svaf í fjóra tíma í nótt eftir djamm í gærkvöldi og hef ekki verið með snefil af þynnku í dag.  Kannski er þetta svar við þynnkuvandamálum.  Ég var mættur á vinnufund klukkan 11 á 17.júní.  Það kalla ég hörku.
 • Fór í bæinn með vinum mínum í gær eftir frábært matarboð hjá öðrum vinum og það var afskaplega skemmtilegt.
 • Núna er ég hins vegar fáránlega latur, ligg uppí sófa og horfi á Age of Love á Skjá Einum.  Ég horfi vanalega aldrei á S1, en rakst á þennan þátt þegar ég var að flakka á milli stöðva eftir að hafa horft á Hollendinga vinna á EM.  Ég bloggaði um þennan þátt fyrir um ári og S1 hafa greinilega lesið þann pistil.  Semsagt, þá fjallar þátturinn um að hinn 31 árs gamli Mark Philippoussis er í nokkurs konar Bachelor hlutverki en twist-ið er að stelpurnar skiptast í tvo hópa, annars vegar stelpur sem eru á milli 20-30 ára og svo aftur þær sem eru nær fertugu (sú elsta 48 ára).  Ég myndi segja að það væru svona 99,7% líkur á að hann velji einhverja úr yngri hópnum.

  Sætasta stelpan í hópnum er 25 ára, en þessi 48 ára lítur ótrúlega vel út.

 • Ég heyrði af því í gær að Ölstofan og Vegamót þyrftu framvegis að loka klukkan 3 um helgar.  Grófari aðför af mínu skemmtanalífi hefur ekki verið gerð í sögu Reykjavíkur.  Af hverju í andskotanum gat þetta ekki komið fyrir Sólon eða Hressó eða einhverja ámóta staði, sem ég sæki aldrei um helgar?  Af hverju þurftu þetta akkúrat að vera staðirnir tveir sem að ég sæki hvað mest?  Hvernig verður Kaffibarinn þá eiginlega klukkan þrjú?  Ætla þeir að byrja að stafla fólki oná hina gestina?
 • Ég ætla að vaka í nótt og horfa á Boston Celtics vinna 17. NBA titilinn.
 • Einn kostur við það að hafa verið svona lengi í fríi er að á meðan safnaðist upp slatti af sjónvarpsþáttum, sem ég get horft á.  Ég stóðst ekki freistinguna og horfði á fjóra Office þætti í röð, en er búinn að spara Lost aðeins betur.  Á þrjá þætti eftir, sem er æði.  Ó ég elska Lost.

3 thoughts on “17. júní”

 1. „Ég ætla að vaka í nótt og horfa á Boston Celtics vinna 17. NBA titilinn.“

  Jinx! Ef Lakers vinna í kvöld segi ég Bill Simmons að það hafi verið þér að kenna.

  Annars ætla ég að vaka líka. Ég fíla þetta Boston-lið, uppganga þeirra gefur mér von um að sjá Bulls kannski í svipaðri stöðu einhvern tímann á næstunni.

  Hitt sem þetta einvígi hefur gefið mér er líka tækifæri til að rifja upp allar hetjudáðir MJ – í tilefni af því hversu innilega Kobe er ekki Jordan. Lestu pistilinn hans Simmons hér að ofan ef þú skilur ekki hvað ég er að tala um.

Comments are closed.