Á bar í Ísrael heyrði ég mjög óvænt lag með uppáhalds latin hljómsveitinni minni, sem eru mexíkósku snillingarnir í Café Tacuba. Ég hafði ekki hugmynd um að þeir væru með lög í spilun í öðrum löndum, en þegar ég fór að pæla í því þá hefði ég alveg mátt giska á að akkúrat þetta lag yrði vinsælt með þeim.
Café Tacuba eru skírðir í höfuðið á kaffihúsi í Mexíkóborg, þar sem ég hef orðið svo frægur að drekka espresso. Lagið Eres er talsvert óvenjulegt fyrir þá. Fyrir það fyrsta er þetta ballaða og í öðru lagi er það sungið af gítarleikara sveitarinnar, Emmanuel del Real – en ekki aðalsöngvara sveitarinnar, hinum nefmælta Rubén Albarrán (Pinche Juan).
(hérna er fín útgáfa af tónleikum)
Ef þið fílið lagið (hvernig er annað hægt?), þá mæli ég með Cuatro Caminos, plötunni sem inniheldur lagið og Re plötunni sem góða kynningu á þessum snillingum. Já, eða þið getið líka bara kíkt á Serrano í Hafnarfirði eða Smáralind – Café Tacuba eru ansi mikið spilaðir þar.
Til að bæta við þetta: Ojala que Llueva cafe, hið klassíska mexíkóska er hérna í stórkostlegri útgáfu þeirra Cafe Tacuba manna á tónleikum. Ég dýrka þetta lag! (þarna er aðalsöngvarinn Ruben að syngja).
Hérna er svo fyrsta lagið sem ég fílaði með þeim félögum, Metro, þar sem þeir syngja um metró stöðvar í Mexíkóborg.
Ha, brilliant. Ég var einmitt með það á to do listanum mínum að stelast í e-h listamannsnöfn af þessum flytjendum sem þið spilið á Serrano. Held það samt leiði af sér hungur… og Serrano er nú ekki langt að sækja.
btw. skemmtilegur lestur undanfarið á síðunni… í sumum tilvikum fannst mér ég vera kominn aftur út…
kv, tobs
Takk 🙂
Já, á nýju heimasíðunni okkar þá verður m.a. kynning á þeim tónlistarmönnum sem við spilum á stöðunum.