2 ný tæki

Ég skammast mín ekkert fyrir að vera á tíðum algjörlega tækjaóður. Ég hef núna beðið í næstum mánuð eftir nýjasta [tækinu mínu](http://www.apple.com/macbookpro/), sem mun eflaust gera líf mitt betra, innihaldsríkara og yndislegra þegar hún loksins kemur.

Á meðan ég bíð get ég allavegana leikið mér með tvö snilldartæki tengd iPodinu mínum, sem ég keypti í Tælandi.

* Fyrir það fyrsta keypti ég mér [TuneBase](http://catalog.belkin.com/IWCatProductPage.process?Product_Id=257270) frá Belkin á flugvellinum í Bangkok. Þetta er lítið tæki, sem maður stingur í sígarettukveikjarann í bílnum. Tækið bæði hleður iPodinn og sendir svo út útvarpsbylgjur til að hlusta á iPod-inn í bílagræjunum.

Nú hef ég átt svona útvarpssendi áður, en þessi er margfalt betri. Bæði eru hljómgæðin æðisleg og svo er þetta sniðugara að því leyti að tækið kveikir og slekkur á iPodinum þegar maður kveikir eða slekkur á bílnum. Algjör snilld!
* Hitt tækið er ekki síður mikil snilld, en það er [Nike +](http://www.nike.com/nikeplus/). Þetta er lítill sendir sem maður setur á hlaupaskóinn sinn og svo annar sendir, sem maður tengir við iPod nano. Þessir sendar nema það svo hversu langt maður hleypur í ræktinni, reiknar út kaloríur og alles. Þegar maður hleypur með iPod-inn nægir að smella á einn takka og þá kemur rödd og segir manni hversu lengi og hversu langt maður hefur hlaupið. Ef þú bætir árangur þinn kemur svo Lance Armstrong í lokin og óskar manni til hamingju með persónuleg met.

Svo getur maður líka valið sér ákveðið lag, sem maður kemur manni í stuð og kallað það fram með því að halda niðri miðjutakkanum. Þessa dagana er það I’m the Ocean með Neil Young, sem hjálpar mér í gegnum síðustu metrana. Ekki veitir af, þar sem að hlaupaform mitt hvarf á ferðalaginu í Asíu.

Allavegana bæði þessi tæki eru snilld. Mæli með þessu fyrir alla iPod eigendur.

4 thoughts on “2 ný tæki”

  1. Jíha! Ánægður með þig. Macbook og Macbook Pro eru æðislegar tölvur. Ég hef núna rúmlega mánaðarreynslu á mína og hún hefur ekki enn valdið vonbrigðum. Þær eru æði.

    Þetta endar með því að við getum farið að setja disclaimer á síðuna okkar: “Liverpool bloggið notar Macbook.” 🙂

  2. Aha! Tu hefur gerst brotlegur vid utvarpslogin med a utvarpa an utvarpsleyfis. Allt sem tu segir og skrifar mun vera notad gegn ter i domsmali gegn hrydjuverkautvarpsstarfsemi tinni. Hamarksrefsing er ad hlusta a Utvarp Sogu 24 tima solarhringsins i 3 daga.

    Utvarpslogregla rikisins

    :laugh:

  3. Já, shitt – eins gott að ég verði ekki stoppaður með svona stórhættuleg tæki í bílnum.

    Þessi refsing þín er ómannúðleg! Hún væri samt enn svakalegri ef hún væri einskorðuð við innhringitíma á Sögu eða pistlana, sem að þingmenn Frjálslyndra flytja í hádeginu. 🙂

Comments are closed.