Byrjun

Jæja, þá ætla ég að reyna að koma þessari heimasíðu minni á netið. Ég er búinn að vera að vinna í þessu síðustu vikuna og var núna að klára að setja upp reikning á Blogger. Þessi reikningur gerir mér auðvelt að uppfæra síðuna, vonandi á hverjum degi. Ég er undir áhrifum frá Björgvin Inga og Geir Fr. en ég er búinn að heimsækja síðurnar þeirra síðustu vikurnar og er þessi síða mín sett up á svipaðan hátt og heimasíður þeirra. Ég verð á þessari síðu með daglegar uppfærslur, hvort sem það verður um pólitík, sjálfan mig eða bara eitthvað, sem er að gerast. Ég vona að einhver hafi gaman af að lesa þessa síðu og ég vona að þú heimsækir síðuna aftur.