Aðalmálið hérna í Bandaríkjunum í

Aðalmálið hérna í Bandaríkjunum í dag er auðvitað Elian Gonzales. Í fréttunum í dag hafa verið stanslausar útsendingar frá Miami þar sem nokkur hundruð Kúbverskir flóttamenn hafa eitthvað verið að kvarta yfir því að lögunum hafi loksins verið framfylgt.

Langflestir bandaríkjamenn eru hlynntir því að Elian verði sendur aftur til Kúbu en minnihlutinn er nú oft mun háværari heldur en meirihlutinn. Núna í sjónvarpinu eru Miami ættingjarnir að væla yfir því að Elian hafi verið tekinn frá þeim. Ég get ekki mögulega skilið hvernig þeim finnst þau hafa rétt fyrir sér. Auðvitað á Elian að vera hjá pabba sínum. Að halda öðru fram er fáránlegt.

Þeir, sem eru fylgjandi því að Elian verði hérna áfram eru blindaðir af hatri sínu á Fidel Castro. Ég er enginn aðdáandi Fidel Castro en það er ógeðslegt að nota 6 ára gamlan strák til að sýna vanþóknun sína á honum.