Heimsókn

Þetta er búin að vera góð helgi. Pabbi og Októ bróðir minn voru hérna Í Chicago í viðskiptaferð. Við Hildur gistum á hótelinu, sem þeir voru á. Herbergið okkar var stærri en íbúðin okkar. Ég held að það segi nokkuð mikið um íbúðina okkar. Í gærkvöldi borðuðum við í Signature Room, sem er á 95. hæð í Hancock byggingunni, sem var geðveikt.

Í dag fórum við í McCormick place, þar sem FMI matvörusýningin var haldin. Við eyddum deginum þar og var það nokkuð áhugavert.