Whassup

Hérna er enn ein útgáfan af Whassup auglýsingunum. Þessi útgáfa blandar saman The Matrix og Whassup. Ef þú hefur ekki ennþá séð Whassup auglýsingarnar þá verðurðu að kíkja á Budweiser.com

visi.is, þar sem eitthvað par, sem var á ferðalagi um Asíu, sendi reglulega inn ferðasögurnar sínar. Mér fannst þetta ekkert voðalega skemmtilegt. Ég las nokkrar uppfærslur og mér fannst þær frekar daufar. Ég og vinir mínir héldum uppi svipaðri síðu á Leifur.com og var hún ágætlega vinsæl. Það er hins vegar ekki mjög spennandi að lesa ferðasögur frá einhverju fólki, sem maður þekkir ekki, nema þær séu þeim mun betur skrifaðar. Ég veit ekki hvort að einhverjir, sem þekktu okkur ekki hafi rekist inná síðuna og hvort þeir hafi haft nokkurn áhuga á sögunum okkar.

Annað, sem er athylisvert á visi.is og einnig á mbl.is er að um leið og Manchester United er dottið út úr meistaradeildinni, þá hættir öll umfjöllun um deildina á þessum fréttavefjum. Ég þurfti að fara á CNN/SI til að finna hvort að undanúrslitin væru örugglega í dag.