Apple

Það var grein í Newsweek fyrir 2 vikum, þar sem Apple eigandi spyr sjálfan sig hvort það sé þess virði að vera trúr Apple. Vissulega er oft erfitt a¦ vera Apple notandi núna þegar Microsoft hefur einokun á öllum PC-markaðinum og flest forrit eru gerð upphaflega fyrir PC. Fyrsta tölvan mín var Macintosh Plus, sem ég átti í nokkur ár og reyndist mér mjög vel.

Ég færði mig svo yfir á PC og átti PC tölvur alveg þangað til að ég keypti mér iBook í haust. Fyrir mig þá hefur iBook tölvan mín reynst betur en PC-tölvurnar, sem ég átti. Stýrikerfið er einfaldlega mun betra en Windows. Einnig er uppsetning á öllum aukahlutum og forritum mun öruggari og einfaldari en á PC. Ég held þó að ég vilji sjá hvernig Mac OS X reynist áður en ég kaupi mér næstu Apple tölvuna