Ég sá það í sjónvarpinu

Ég sá það í sjónvarpinu að Stöð 2 ætlar að vera með íslenska útgáfu af Who wants to be a Millionaire. Ég er mikill aðdáandi þáttanna í Bandaríkjunum en einhvern veginn efast ég um að íslensku þættirnir verði jafnskemmtilegir. Það toppar einfaldlega enginn Regis Philbin, maðurinn er snillingur. Verðlaunin hérna á Íslandi eru líka frekar slöpp, ein milljón króna, eða 83 sinnum lægri en í Bandaríkjunum og 117 sinnum lægri en á Bretlandi.