Ég var að ná mér í nýja Netscape vafrann og er ég mjög hrifinn. Sannarlega gríðarleg framför hjá Netscape. Ég vona nú bara að allir þeir, sem ennþá þrjóskast við að nota Netscape skipti yfir í útgáfu 6, því það er svo leiðinlegt að þurfa að skrifa fullt af aukakóða bara fyrir gamla Netscape.
Annars er athyglisvert að ég las í Chicago Tribune í gær að Netscape væri með um 20% hlutdeild á móti um 60% hjá Explorer. Á síðunni minni hefur Explorer um 95% af öllum heimsóknunum. Af hverju ætli það sé?