Hann fer ekkert smá í taugarnar á mér, þátturinn um enska boltann, sem sýndur er á mánudögum á Fox Sports. Þeir sýna alltaf fullt úr einhverjum rusl leikjum, með liðum einsog Derby og Middlesborough. Svo núna beið ég í tvo tíma, því Liverpool var auðvitað síðasta liðið, sem þeir sýndu og þá kom brot úr leiknum við Newcastle, sem var innan við mínútu langt. Djöfull og dauði. Ég hefði getað eytt tímanum í að skrifa ritgerðina mína í staðinn fyrir að horfa á þetta kjaftæði.