Árekstur

Þegar mamma og pabbi voru hérna um helgina lentum við í árekstri á leiðinni niður í bæ. Við vorum í leigubíl, föst í umferðinni flegar tveir bílar klesstu aftan á okkur. Stelpan, sem var í aftari bílnum var ekki með ökuskírteini.

Auk þess var bíllinn ótryggður og bremsurnar voru bilaðar. Ég fékk í dag bréf frá tryggingafyrirtækinu, þar sem ég var beðinn um að vera vitni. Kannski hefði maður átt að gera sér upp hálsmeiðsli og svo kært stelpuna. Ætli ég sé ekki alltof heiðarlegur.