Veðrið var ekki neitt voðalega skemmtilegt um helgina. Á laugardag höfðum við Hildur ætlað að fara í Six Flags Great America skemmtigarðinn en okkur leist ekkert alltof vel á veðrið. Það var skýjað og rakinn var alveg hrikalegur. Það var ólíft inní íbúðinni okkar enda hitinn yfir 30 gráður og rakinn alveg fáránlegur. Síðar um daginn byrjaði svo að rigna. Þannig að við kíktum bara í tvær verslanamiðstöðvar, þar sem við gátum hreyft okkur í loftkældum verslunum. Um kvöldið fórum við svo út að djamma niðrí miðbæ.
Í gær fórum við svo í Lincoln Park dýragarðinn og skoðuðum garðinn og næsta nágrenni. Við komumst að því í gær að fólk frá Mið- og Suður Ameríku er alveg einstaklega hrifið af dýragörðum. Þesas ályktun drógum við vegna þess að 90 prósent af öllum gestum garðsins voru spænskumælandi. Heillandi staðreynd, ekki satt?