Mjög sniðug þessi nýja stefna í leikmannakaupum hjá Manchester United. Í fyrsta lagi þá var það augljóst að vörnin var veikasti hlekkurinn hjá liðinu og því ákvað framkvæmdstjórinn að selja besta varnarmanninn til Lazio.
Í öðru lagi virðist það vera ný stefna hjá liðinu, að þótt menn vilji ekki ganga til liðsins, þá heldur Ferguson bara áfram að reyna alveg þar menn eru orðnir of gamlir fyrir sitt lið´.
Þannig gerðist þetta með Laurent Blanc. Hann var búinn að hafna Man United þrisvar sinnum áður. Núna í dag er hann orðinn 35 ára gamall (8 árum eldri en besti varnarmaður á Englandi) og kemst ekki í liðið hjá Inter Milan. Hann var því sennilega feginn þegar honum bauðst að koma til United.
Það er spurning hvort Man United haldi þessari stefnu áfram. Kannski geta þeir þá keypt Rivaldo þegar hann er orðinn fimmtugur.