Vá, enn ein færslan um baseball. Ég verð að fara að hætta þessu, þar sem svona fimm Íslendingar hafa áhuga á þessari íþrótt.
Allavegana, þá er ég eftir vinnu að fara á leik. Hildur er að læra undir próf, þannig að við Dan ætlum að skella okkur á leik með Chicago Cubs á móti Cincinnati Reds. Með Reds leikur einmitt hinn ágæti Ken Griffey Jr. Annars er meistari John Lieber að kasta fyrir Cubs, þannig að ég hef engar áhyggjur.
Þar hafiði það!