Við Hildur vorum að koma af Northwestern sýningu með grínistunum David Cross og Lewis Black (sjá mynd).
Lewis Black er mun þekktari en hann kemur vikulega fram í the daily show með John Stewart, sem er lang lang lang lang laaaang besti “late night” þátturinn. Black er þekktur fyrir að vera mjög æstur, að frussa blótsyrðum og skömmum út úr sér. Hann hefur mjög sérstakan stíl og er meiriháttar fyndinn.
Báðir töluðu um árásina 11.sept og gerðu grín að ýmsum hlutum skyldum atburðunum. Þeir voru báðir í New York þann dag. Það hefur verið mikið tabú að tala um árásirnar og allt í kringum þær á gamansaman hátt. Einhver kallaði árásina “The Death of Irony”. Báðir gerðu þó grín að atburðunum á þann hátt að fáir myndu sennilega móðgast (nema kannski flugvallarstarfsmenn). Allavegana, þá voru bæði Cross og Black frábærir í kvöld. Snilld!