Ég komst því miður ekki að sjá vitleysinginn Pat Buchanan tala á þriðjudag. Um 300 manns komust ekki inn, svo vinsæll var hann. Ég eyddi því kvöldinu bara í að lesa meira um leikjafræði (nánar tiltekið uppboðsfræði).
Það var fjallað um Buchanan í Northwestern dagblaðinu í gær. Greinarhöfundur segir að Buchanan hafi endað með smá sögu um hlutverk hans í forsetakosningunum 2000. Buchanan segist fyrir kosningar hafa beðið til Guðs um að framboð hans yrði ekki til þess að Al Gore yrði kosinn forseti. Buchanan sagði:
“God said to me, I’m going to have Jews and Blacks go out to the polls and think they’ve voted for Al Gore and they’ll vote for you. But Pat, don’t ever try a stunt like this again.”
Ég fór í klippingu í dag. Sá sem klippti mig var karlmaður, um sextugt, með hvítt, sítt, krullað hár. Mér leist ekkert á hann til að byrja með, en hann stóð sig bara ágætlega.