Við Hildur komum heim á föstudagsmorgun. Allir búnir að spyrja okkur hvernig það sé að vera komin heim. Mér finnst það bara fínt.
Síðasta prófið var allt í lagi. Við flugum svo til Boston, þar sem við biðum í fjóra tíma (á leiðinlegasta flugvelli í heimi) og síðan flugum við heim.
Helgin var bara fín. Ég var reyndar svo þreyttur á föstudeginum að ég nennti ekki að gera neitt eða hringja í neinn. Ég var náttúrulega ekkert búinn að sofa síðustu daga vegna próflesturs. Á laugardag fórum við Hildur svo í nýju Kringluna, sem var bara fín. Um kvöldið fór ég svo með vinunum á djammið. Eftir að hafa drukkið jólabjór heima hjá Borgþóri og Björk fórum við á ball með Sálinni. Já, á ball með Sálinni enda er ég (einsog allir vita) gríðarlega mikill Sálaraðdáandi. Þetta var víst jólaball hjá RU…
Það er svo langt síðan ég skrifaði um eitthvað á Íslandi, þannig að ég veit ekki hversu mikið ég á að segja. Mér finnst það allt í lagi að vera að skrifa um vini mína í Bandaríkjunum, því það þekkja þá engir. En það er öðruvísi hér heima.