Blogger Pro

Um helgina borgaði ég fyrir eintak af Blogger Pro. Ég hef nokkuð lengi verið með samviskubit yfir að vera að nota Blogger á síðum fyrir fyritæki, þótt það hafi verið alveg löglegt. Ég var því feginn að geta borgað 30 dollara til að friða samviskuna.

Ég er nokkuð ánægður með nýja möguleika í forritinu. Þeir eru sérstaklega hentugir fyrir mig, því ég hafði hugsað mér að láta starfsfólk fyrirtækisins uppfæra fréttir sjálft. Einnig hafði ég í huga að koma upp starfsmannasíðu (og er reyndar kominn upp með beta útgáfu af því), þar sem starfsmenn gætu sent inn tilkynningar um það, sem væri að gerast hjá viðkomandi deild.

Blogger Pro gerir þetta auðveldara. Til dæmis bara sú smávægilega breyting að hafa “Title field”. Þetta sparar mér mikið vesen, því það var erfitt að fá fólk til að muna að setja (h2) eða (div class=”fyrirsogn”) fyrir og eftir allar fyrirsagnir.

Einnig er hægt að hafa ákveðið template fyrir texta, sem maður notar mikið og svo er líka auðvelt að “uploada” myndum og öðru efni.