Fyrirgefðu, var ekki 20 stiga hiti í gær?

Íslendingar vita fátt skemmtilegra en að lesa um veðrið. Veðrið í dag hefur verið ömurlegt. Við ætluðum að vera ýkt dugleg og gera eitthvað skemmtilegt í dag en veðrið var alltof leiðinlegt til að vera úti. Við keyrðum því yfir í Woodfield, sem er stærsta mallið hér í borg.

Þar löbbuðum við um meðal stífmeikaðra unglingstelpna í dágóðan tíma, borðuðum á Cinnabon (nammm!) og versluðum eitthvað smá. Síðan fórum við í Target, þar sem ég keypti mér hvorki meira né minna en rafmagnsrakvél. Ja hérna, aldrei hélt ég að sá dagur myndi renna upp.

Allavegana, í gær vorum við löt. Við fórum og heimsóttum Dan og Elizabeth, en þau eru að dansa saman í Dance Marathon, sem er dans maraþon (einsog þeir, sem eru góðir í ensku hafa gert sér grein fyrir), þar sem Northwestern nemendur dansa í 30 klukkutíma til styrktar einhverju góðu málefni. Við kíktum á þau klukkan 9 í gær og svo aftur klukkan 8 í kvöld og virkuðu þau aðeins þreyttari, enda búin að dansa í 26 tíma.

Núna erum við Hildur heim að drekka (ég Bud og Hildur Bacardi Silver. Síðan er stefnan tekin suður.