Miðað við hvað gengi Liverpool hefur gríðarlega mikil áhrif á skap mitt, þá finnst mér ég hafa skrifað furðu lítið um fótbolta hér á síðunni undanfarið. Liverpool duttu víst út úr Meistaradeildinni á þriðjudag. Það tap hafði ekki jafn neikvæð áhrif og önnur töp á skap mitt því ég sá ekki leikinn.
Málið er að hér í Bandaríkjunum er Meistaradeildin sýnd á ESPN, sem sinnir henni afskaplega illa. Því varð ég að hlusta á lýsingu á leiknum á netinu. Ég hlustaði reyndar ekki á síðasta hálftímann, þar sem ég var svo fúll þegar Leverkusen skoraði þriðja markið.
Ég ætlaði þó ekki að skrifa um þennan leik, heldur hvernig talað er um Liverpool í fjölmiðlum og þann skort á virðingu sem leikmönnum og liðinu er sýndur. Það virðist nefnilega hafa verið ákveðið af breskum fjölmiðlamönnum að Liverpool skyldu vera kallaðir leiðinlegt lið og hafa íslenskir netmiðlar apað það eftir. Þetta stafar sennilega af því að Liverpool fær mjög sjaldan á sig mörk. Það er fyrst og fremst því að þakka að þeir hafa í liðinnu besta markvörðinn í ensku deildinni, Jerzy Dudek og tvo bestu varnarmennina, Stephane Henchoz og Sami Hyypia. Þeir, sem kalla Liverpool leiðinlegt án þess að spá neitt í því hafa sennilega ekki séð leikina, sem ég hef séð, t.d. á 3-0 á móti Newcastle, 3-1 á móti Man United og 4-0 á móti Leeds.
Það er líka alveg makalaust að þegar valdir voru bestu leikmenn ensku deildarinnar að enginn úr Liverpool liðinu hafi verið valinn. Michael Owen, sem er víst knattspyrnumaður Evrópu var ekki valinn og ekki heldur Hyppia, sem er án efa besti varnarmaður á Englandi.
Giles Elliott, sem skrifar fyrir Fox Sports World, sem er aðal knattspyrnstöðin hér i Bandaríkjunum orðaði þetta vel í nýlegum pistli:
Yes, after five pieces of silverware in 2001, the only club finally to offer a realistic challenge to the dominance of Man Utd and Arsenal has been completely ignored.
What’s the name of that striker? You know, the young one. Owen Something.
I think he scored a hat-trick when England won 5-1 in Germany. Can’t remember for sure.
Oh, I seem to recall he became the first English player for 22 years (and the first from an English club for 33 years) to be named European Player of the Year.
No, can’t remember his name.
That Pole who leads the EPL in shutouts this season – what’s he called?
The big Finn and the Swiss bloke in the center of defense, best tandem in the league, they are. Their names? Ah, it’s on the tip of my tongue.
That brilliant Norwegian. The English midfielders.
No, can’t remember even one of them for the life of me.
Derby versus Newcastle and Villa versus Leeds are on the EPL menu this weekend, but the main game is at the Stadium of Light. It features Sunderland against . . .
Damn. Forgotten their name now too.