Pedro Carmone, sem verður að teljast einn allra vitlausasti valdaránstilrauna-kall í mannkynssögunni er búinn að biðja um pólítískt hæli í Kólumbíu eftir að hafa flúið úr stofufangelsi.
Carmona þessi reyndi að steypa vini mínum Hugo Chavez af stóli fyrir nokkrum vikum en honum tókst að klúðra flestu, sem hægt er að klúðra í valdaránstilraunum. Hann hefur sennilega verið of góður gæji, enda bara einhver leiðtogi í atvinnulífinu en ekki morðóður herforingi einsog alvöru valdaránskallar.
Annars var Hugo Chavez í viðtali í 60 Minutes fyrir rúmri viku og virtist hann bara hress. Það er kannski ekki nema von enda var sagt frá því að hann drykki 20 bolla af kaffi á dag og svæfi aðeins fjóra tíma á dag. Ef ég drykki 20 bolla af kaffi á dag væri ég ALLTAF hress, sama hve margir væru að reyna að steypa mér af stóli.
Félagi Hugo var spurður að því hvort honum væri illa við Bandaríkjamenn. Hann neitaði því og sagðist elska pulsur, baseball og Yankee stadium.
Ég elska pulsur, baseball og Wrigley Field. Við Hugo erum greinilega bara nokkuð líkir.