Uppáhaldstölvufyrirtækið mitt, Apple er að byrja með nýja auglýsingaherferð. Áður var slagorðið “Think Different”, en núna er það einfaldlega Switch.
Þessi auglýsingaherferð á aðallega að höfða til Windows notenda til að hvetja þá til að skipta yfir í Mac. Það verður fróðlegt að sjá hvort þetta virki.