Búinn

Þá er ég búinn í prófum. Vá, en skrítið. Er að fara að útskrifast eftir viku.

Annars byrjaði dagurinn hræðilega. Ég hafði ætlað að vakna klukkan 6 til að fara yfir smá hagfræði fyrir prófið. Málið var að ég og Dan höfðum verið að læra hérna til klukkan 2 og svo horfði ég á smá fótbolta. Allavegana, ég steinsvaf yfir mig. Af einhverjum ótrúlegum ástæðum, þá fór þjófavörn á bíl af stað klukkan 10 mínútur í níu. Mér tókst að hlaupa niður í skóla og var mættur fimm mínútum of seint.

Prófið var leiðinlegt. Ekki meira um það. Ég er svo búinn að vera að stússast við ýmislegt í dag. Ég fór í klippingu, setti bílinn minn á sölu og talaði við mömmu og pabba úr almenningssíma á lestarstöðinni, þar sem síminn hérna heima virkar ekki.

Núna er klukkan 9 um kvöld og ég er á leiðinni að fara að hitta Elizabeth, vinkonu mína. Við ætlum að fara út að borða og svo erum við að fara í partí með fulltaf fólki seinna í kvöld.