Bahamas

Þessar ferðasögur hjá mér eru komnar í algjört rugl. Ég hafði alltaf ætlað að skrifa smá um Bahamas en einhvern veginn gerðist það aldrei.

Allavegana, þá fór ég á sunnudeginum eftir útskrift með mömmu og pabba til Bahamas. Þessi ferð var mjög skemmtileg og róandi eftir allt, sem hafði verið að gerast síðustu daga fyrir ferðina.

Við gistum á fínu hóteli á Cable Beach, sem er á í höfuðborginni Nassau, sem er á New Providence eyjunni. Mestalla vikuna lá ég við sundlaugina, þar sem ég brann og las bækur. Á kvöldin fórum við svo ávallt útað borða á veitingastöðum í nágrenninu og svo var oft kíkt í casino-ið, þó við hefðum verið meira fyrir að fylgjast með öðrum heldur en að eyða okkar eigin pening.

Við kíktum þó einn daginn í sýnisferð um eyjuna, þar sem við fórum um nokkur hverfi í Nassau og svo útá Paradise Island, þar sem Atlantis hótelið er en það er einmitt flottasta hótel, sem ég hef á ævi minni séð.

Bahamas eru merkilegar eyjar. Ferðamannaiðnaðurinn var ekki stór fyrr en að Fidel Castro komst til valda á Kúbu og Bandaríkjamenn settu viðskiptabann á Kúbu. Þegar það gerðist vantaði Bandaríkjamönnum einhvern stað til að eyða peningum, þannig að klárir Kanar fluttu sig yfir á Bahamas, þar sem þeir byggðu fullt af hótelum og spilavítum. Í dag er ferðamannaiðnaðurinn mikilvægasta atvinnugreinin (ásamt því að eyjarnar eru skattaparadís).

One thought on “Bahamas”

  1. ég rakst á þessa síðu þar sem eg var að leita að einhverju efni um bahamas og datt i hug að kíkja á etta hjáþér en alla vega ég var þanna úti í sumar og þetta er alveg geðveikt pleisi sko var þanna í 2 mánuði hjá frænda minum á Paradise Island það var ekkert smá fjör sko

Comments are closed.