Það virðist vera sem að margir séu að skipta yfir í Movabletype, sem er mjög gott mál. Nú þegar hafa Froskur, Erna & Möddi, Ragnar, Heiða og Gummijóh hafa skipt. (Uppfært : einnig Litlar Bloggstelpur og Guðmundur Daði.) Sennilega munu margir fylgja í kjölfarið, en það er ekki nema rúmur mánuður síðan ég byrjaði að nota forritið.
Allavegana, þá var Gummijóh með nokkrar spurningar, sem ég held að fleiri kunni að hafa þegar þeir skipta yfir í MT.
- Varðandi íslenskar dagsetningar, þá var ég búinn að senda fyrirspurn um þá og ætla hönnuðir MT að bæta íslensku við í næstu útgáfu. Fyrir þá, sem eru óþolinmóðir þá er einfalt að bæta þeim inn. Hérna eru leiðbeiningar fyrir að bæta inn finnsku. Sambærilegur texti fyrir íslensku er að finna hér.
- Varðandi broskallana í kommentunum hjá mér, þá þarf aðeins að fikta við eina skrá til að koma þeim inn. Til að hafa þá einsog hjá mér þá þarf fyrst að fylgja þessum leiðbeiningum og svo þessum leiðbeiningum
- Ef einhver nennir ekki að íslenska allt comment-dótið og slíkt, þá ætla ég að láta fylgja með mín template. Öllum er velkomið að nota template-in mín. Það eina, sem ég bið um er að þú annaðhvort minnist á það á síðunni þinni, sendir mér póst eða skrifir ummæli við þessa færslu um að þú hafir notað þau.
- Comment listing (Ég hef ekkert Comment preview, af því að ég býð ekki uppá þann möguleika á síðunni minni.)
- Comment error
- Trackback listing
- Individual archive template – Athugið að Individual archive template-ið mitt notar PHP fyrir nokkra eiginleika. Ef þú hefur ekki PHP á servernum þínum, þá mæli ég með því að þú setir það upp, því það býður uppá fullt af skemmtilegu dóti fyrir MT.
- Það er nokkuð erfitt að útskýra Trackback kerfið en ég hvet alla til að setja það upp, þó að þeir viti ekki alveg hvernig á að nota það til að byrja með. Ég reyndi að skýra út kerfið í þessari færslu
Endilega ef einhverjir eru í vandamálum með MT, sendið þá inn ummæli hér og vonandi get ég hjálpað eitthvað. Gott væri að hafa smá umræður hér um vandamál og lausnir á MT tengdum málum. Ef þú finnur eitthvað sniðugt tengt MT sendu þá líka endilega inn ummæli.
Að lokum vil ég hvetja alla, sem nota MT til að gefa endilega smá pening til þeirra, sem skrifuðu forritið, því þau eiga það svo sannarlega skilið.