Stefán Pálsson endurtekur gamla grein sína á Múrnum. Núna heitir greinin Alþjóðavæðing og fótbolti en hún hét áður Alþjóðavæðing fyrir byrjendur.
Þarna er Stefán aftur að benda á tölur um vöxt í Suður-Ameríku, sem rök gegn alþjóðavæðingu. Ég svaraði síðustu greininni í þessum pistli.
Jess ég var pínulítið á undan þér að benda á þetta! Múhaha! :laugh:
Frekar fyndið að alþjóðavæðing skuli vera orsök alls ills. Datt annars í hug að benda á að í nýlegri umfjöllun IMF þá má m.a. finna orsök fjármála kreppna S-Ameríku í þeirri staðreynd að fjármagnsmarkaðir eru mun opnari heldur en vöru- og þjónustumarkaðir. Aðrar orsakir eru óregla í ríkisfjármálum og meiri óstöðugleiki í ýmsum þjóðhagsstærðum.
Segir síðan sjálft að Stefáni myndi ekki líka vel í þessum löndum þar sem skattahækkunum er einfaldlega mætt með auknum skattsvikum. Sé einfaldlega ekki vinstri menn gera neinar rósir í S-Ameríku.