Djöfull og dauði!

Reiði er sennilega ekki nógu sterkt orð til að lýsa því hvernig mér líður núna. Ósanngirni er sennilega ekki heldur nógu sterkt orð til að lýsa því að Liverpool gerði bara jafntefli við Newcastle í kvöld.

Liverpool yfirspilaði Newcastle gjörsamlega. Dietmar Hamann og Steven Gerrard voru stórkostlegir á miðjunni og stjórnuðu þar öllu, sem þeir vildu. Owen hefði átt að skora tvö mörk í viðbót og Heskey hefði átt að skora tvö og Diouf eitt. Í staðinn, þá skoraði leiðinlegasti framherji allra tíma (fyrir utan Niall Quinn), Alan Shearer heppnismark og jafnaði leikinn.

Fyrir þennan leik, þá hélt ég að það væri ekki hægt að brjóta plastflöskur, en samt þá tókst mér að brjóta eina slíka eftir að ég hafði hent henni þrisvar af ógnarkrafti í gólfið (á sama tíma og ég öskraði “Djöfulsins kjaftæði” og “Andskotans heppni”).

Núna er það því þannig að Liverpool hefur tapað tveim unnum leikjum niður í jafntefli og það er alls ekki nógu gott. Liðið er að spila mun skemmtilegri fótbolta en í fyrra en á móti kemur að í fyrra sá maður liðið nær aldrei tapa niður forystu.

Það versta er að núna eru landsleikir um helgina og því fær maður ekki að sjá Liverpool aftur fyrr en í næstu viku. Þessi leikur mun því angra mig þangað til.

Ég er ennþá bandbrjálaður!

DDDDDDJJJJJJÖÖÖÖÖÖÖÖFFFFFFFFUUUUUUUUUULLLLLLLLLLLLLLLLL og dauði!!!!!!!!!!!!!!!!!!

3 thoughts on “Djöfull og dauði!”

  1. 🙁 Ekki gaman að heyra, þetta þýðir að ég verð að vera með áfallahjálp í kvöld þegar kallinn kemur heim…

    En, sjáum nú til, þeir eiga eftir að rústa þessu kallarnir, er það ekki? Allavega segir Mörður það!

    ps. Mikið er síðan þín annars orðin fullkomin… Ég hef ekki einu sinni nennt að laga trakkbakkið hjá mér, búin að vera svo bissí undanfarið.. Það er vissulega hvatning að sjá hvað þú gerir þetta vel!

  2. Takk Erna. Ég er sjálfur ekki ennþá orðinn klár á Trackback dótinu. Var eitthvað að vesenast í því í síðustu viku og komst hálfa leið en náði aldrei að koma því fulkomlega í lag :confused:

    Og Emil, mundu bara hvaða enskt lið hefur unnið flesta enska meistaratitla, evrópumeistaratitla og bikartitla. 🙂

  3. Svona svona, eftir öll þessi mögru ár hjá Liverpool ættir þú að geta haft stjórn á reiðinni… :biggrin2:

    Mér finnst það skemmtilega við Liverpool núna er einmitt það að þeir eru að tapa niður sigrum í jafntefli…þess vegna finnst mér þeir skemmtilegri en í fyrra… 😉

Comments are closed.