Ég er búinn að vera einn albesti viðskiptavinur IKEA undanfarna daga. Þessi verslun hefur algerlega reddað mér vegna lágs vöruverðs.
Á Metafilter í morgun rakst ég á nýju IKEA auglýsinguna. Hún er gerð af Spike Jonze, sem gerði m.a. myndbandið Sabotage með Beastie Boys. Auglýsingin er alger snilld. Sjáið auglýsinguna hér (þarf Quicktime)
Snilld!! :biggrin2: Gaurinn talar líka með sænskum hreim (nema mér finnst þetta bara vera sænskur hreimur, af því þetta er IKEA auglýsing).
Ég vorkenni lampanum samt!
Já, mér finnst þessi Svíi vera grimmur að vera að lofa nýja lampann beint fyrir framan þann gamla. :confused: