5-0

Já, hið stórskemmtilega lið Liverpool, sem er að mínu mati (hlutlaust mat) langbesta lið í heimi spilaði stórskemmtilega gegn Spartak Moscow í gær. Ég fór á Ölver til að horfa á leikinn en hann var sýndur á Sýn og var Arnar Björnsson að lýsa leiknum. Ég er á því að Arnar sé besti íþróttalýsandinn á landinu og í gærkvöldi reytti hann af sér brandarana.

Þetta Spartak lið var frekar slappt. Vinstri bakvörðurinn var lélegri en Laurent Blanc og því áttu Danny Murphy og Steven Gerrard greiðan aðgang upp hægri kantinn. Einnig var markmaður liðsins kominn á sjötugsaldur og ekki líklegur til afreka. Því var þetta bara hin fínasta skemmtun. Liverpool hefði auðveldlega getað skorað fleiri mörk. Heskey var til að mynda felldur svo greinilega að það var ekki fyndið, en dómarinn var sennilega farinn að vorkenna Spartak liðinu og dæmdi ekki neitt. Það var synd, því þá hefði besta vítaskytta í heimi, Michael Owen, getað skorað öruggt mark.

Æi, þessi færsla er leiðinleg. Á Metafilter voru umræður um fyndnasta brandara í heimi, sem Stefán Pálsson minnist á í dag.

Brandararnir á Metafilter voru flestir fyndnari en þessi “fyndnasti brandari heims”. Til dæmis þessi:

Q: How many surrealists does it take to change a light bulb?

A: A fish.

Einnig:

Q: How many surrealist artists does it take to change a light bulb?

A: Two. One to paint the giraffe and one to fill the bathtub with brightly-colored telephones.

Þetta fannst mér fyndið.

3 thoughts on “5-0”

  1. Reyndar er þetta Spörtu lið eh það allra versta sem spilað hefur í meistaradeildinni, töpuðu t.d á móti Basel á heimavelli sem er bara sorglegt og dapur staðreynd. Heskey gat sem ekki blautan og Diof hefði skorað 4 ef hann hefði fengið að vera inná í 10 mín í viðbót. Til að taka saman þessa færslu í stutta setningu; Heskey er drazl.

Comments are closed.