Ættfræði

Þessi ættfræðivefur er nokkuð skemmtilegur. Ég var að fá notendanafn mitt og kíkti á þetta núna rétt áðan. Ég hef nánast engan áhuga á ættfræði og ég hafði ekki einu sinni hugmynd um hvað langafar og langöfur mínar hétu.

Þetta er hins vegar mögnuð síða og á augabragði sá ég mjög skýrt hverra manna ég er. Basically þá er þetta blanda af fólki frá Vestmannaeyjum, Mýrum og einhverjum fleiri stöðum.

Ég prófaði svo að rekja mig saman við fólk, sem ég þekki. Ég komst að því að langa-langa amma mín og langa-langa-langa amma hans Jens voru systur. Foreldrar þeirra voru Þórður Pálsson og Björg Halldórsdóttir, sem bjuggu í Suður-Þingeyjarsýslu í kringum aldamótin 1800.

Já, og svo voru langa-langa-langa-langa-langa ömmur okkar Friðriks systur. Þær voru uppi á 18.öld.

Öllu skrítnar er kannski að langa-langa-langa-langa-langa-langa amma mín og langa-langa-langa-langa-langa-afi fyrrverandi kærustunnar minnar voru systkin. Foreldrar þeirra voru Guðmundur og Guðlaug, sem voru uppi í Hrunamannahreppi í kringum aldamótin 1700. Reyndar er þetta komið svo langt aftur að ekki er vitað hverra manna þessi Guðmundur var. En þetta er samt alveg magnað.

Ég prófaði svo að rekja ættir mínar sem lengst aftur. Ég komst að manni, sem hét Arnbjörn Salómonsson, fæddur um 1400.

Jamm, og svo er Jón Arason biskup langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa-langa (10 sinnum) afi minn.

One thought on “Ættfræði”

Comments are closed.