Sverrir Jakobsson veltir því fyrir sér af hverju Hugo Chavez hafi ekki rétt til að sitja út kjörtímabilið einsog aðrir réttilega kjörnir forsetar.
Vissulega hefði Hugo Chavez fullan rétt til að sitja áfram ef hann hefði ekki misnotað sér vinsældir sínar jafn stórkostlega og hann hefur gert hingað til. Hann var réttkjörinn forseti en þær breytingar, sem hann hefur knúið fram síðan þá, geta nú seint talið lýðræðislegar. Hann notaði sér tímabundnar vinsældir sínar til að auka völd sín og framlengja kjörtímabil sitt.
Það er hæpið að líkja þessu saman við ástandið í Chile fyrir 30 árum. Það er aðallega vegna þess að það er mesta móðgun við Salvador Allende að líkja honum við Chavez. Allende var mun hófsamari (enda var hann ekki nærri því jafn vinsæll og Chavez) og hann misnotaði ekki völd sín líkt og Chavez hefur gert.
Hins vegar má Chavez alveg spila eins mikið baseball við Fidel einsog hann vill. Það skiptir ekki nokkru máli.