Mjög athyglisverð grein í uppáhaldsblaði margra vinstrimanna.
Þar skrifar Íraki, sem býr núna í London í tilefni mótmælanna í gær. Hann segir meðal annars:
My family and almost all Iraqi families will feel hurt and anger when Saddam’s media shows on the TV, with great happiness, parts of Saturday’s demonstration in London. But where were you when thousands of Iraqi people were killed by Saddam’s forces at the end of the Gulf war to crush the uprising? Only now when the war is to reach Saddam has everybody become so concerned about the human life in Iraq.
Where were you while Saddam has been killing thousands of Iraqis since the early 70s? And where are you are now, given that every week he executes people through the “court of revolution”, a summary secret court run by the secret security office. Most of its sentences are executions which Saddam himself signs.
Hvar voru allir þegar:
-Pinochet slátraði í Chile
-Ísraelar slátruðu (og slátra) Palestínumönnum
-Sandinistar slátruðu í Níkaragva
-Saddam slátraði Kúrdum
Allir ofangreindir komust upp (og komast) með þetta vegna stuðnings Bandaríkjanna
Það er hræsni að Bandaríkjamenn og Bretar séu þarna að verja hagsmuni írösku þjóðarinnar, þeir höfðu ekki miklar áhyggjur af henni þegar þeir dældu fé og vopnum í Saddam. Það er auðvitað svo langt síðan að það telst ekki með? Pinochet var meira að segja góðvinur Thatchers.
Já það þarf að losna við Saddam. Þarf að fórna tug- eða hundruðum þúsunda mannslífa í leiðinni? Það mun gerast í stríði. Flóastríðið var plat, þar áttu fullkomnar stýriflaugar að stoppa á rauðum ljósum í umferðinni og hitta svo viðeigandi embættismann í hnakkann með engu tjóni fyrir óbreytta borgara.
Skýrslur hersins hafa sýnt fram á að svo var ekki, mannfall óbreyttra borgara var mikið þó að það kæmi ekki fram á CNN (enda vandfundin heilaþvegnari stöð síðan að Pravda var og hét). Það er engin ástæða til að ætla að næsta stríð verði eitthvað öðruvísi hvað það varðar.
Var ekki nákvæmlega það sama sagt um stríðið í Afganistan ?
“Já það þarf að losna við Talibana. Þarf að fórna tug- eða hundruðum þúsunda mannslífa í leiðinni? Það mun gerast í stríði.”
Það gerðist ekki.
A Dossier on Civilian Victims of United States’ Aerial Bombing of Afghanistan:
Is it that while pretending to take the high road, we have actually slaughtered more people than Osama bin Laden has?”
The “fog of war” : How the US media covers up civilian deaths in Afghanistan
Frétt frá vikunni:
Afghans Say More Civilians Die in U.S.-Led Raids
Operation Enduring Freedom: Why a Higher Rate of Civilian Bombing Casualties
“Þarf að fórna tug- eða hundruðum þúsunda mannslífa”
Enginn neitar því að saklausir borgarar láta lífið í loftárásum. Fjöldinn er það sem menn deila um.
Varðandi fyrsta linkinn:
Vísa ég á þessa síðu:
When Marc Herold, a U.S. professor of women’s studies and international economics at the University of New Hampshire, produced a study last December claiming the U.S. military campaign had killed 3,700 Afghan civilians, the figure was not just quoted approvingly, but presented as an undercount by columnists from The Nation, the Guardian UK, the Daily Mirror, Irish Times, Hartford Courant and Sydney Morning Herald. The Arab press jumped on the study, making room for Herold’s numbers along with cartoons of Jews drinking the blood of young Palestinians, and interviews with poets who reckon that Israeli settlers ought to be “shot dead.””
…
“In the real world of intellectual rigour and academic standards, such peer review might conceivably lead to recalculation and revision. In the fantasyland of the anti-U.S. Left, it does not even break the stride on the march to the printing press. For, despite being thoroughly discredited on arrival in 2001, Chomsky’s “silent genocide” charge and Herold’s 3,700-dead-Afghans howler have shown up, unaltered, in slim paperbacks that have been climbing the charts in 2002: Chomsky’s best-selling pamphlet 9-11, and a City Lights Books offering titled September 11 and the U.S. War: Beyond the Curtain of Smoke.”
“Enginn neitar því að saklausir borgarar láta lífið í loftárásum.”
Glæsilegt! Þannig að við erum sammála um það að það er ekki okkar að ákveða hverjir láta lífið!
Sumir eru þeirrar skoðunar (þar á meðal ég) að stundum sé stríð betri valkostur en aðgerðarleysi. Jafnvel þó óhjákvæmilega muni það kosta eitthvað mannfall saklausra borgara.
Aðrir virðast vera þeirrar skoðunar að stríð sé alltaf af hinu illa. Aldrei megi beita valdi.
“Glæsilegt! Þannig að við erum sammála um það að það er ekki okkar að ákveða hverjir láta lífið!”
Ég er ekki alveg að ná því að parsa þetta.
a) Matti, það eru m.a. svona sjónarmið eins og þín sem búa til stríðin í heiminum. Það voru svona sjónarmið (“það er allt í lagi að drepa fullt af saklausu fólki ef *ég*
trúi því að árásin þjóni stærri tilgangi”) sem hryðjuverkamennirnir notuðu til að réttlæta árásirnar á WTC og Pentagon í hitteðfyrra. en þú áttar þig væntanlega á því.
b) Mig grunar að þið séuð að túlka orð þessa Íraka í Guardian án þess að hafa í huga að gagnrýni hans beinist fyrst og fremst að *Bretum* því breska stjórnin hefur verið með puttana í málefnum Íraks alveg frá upphafi og stóðu meira að segja fyrir því að koma á einræðisstjórn í landinu í uphafi. Bretar og Bandaríkjamenn lofuðu írösku þjóðinni (og Kúrdum) aðstoð við að steypa Saddam af stóli þegar Kuveit stríðinu lauk, en sviku svo það loforð og leyfðu Saddam að salla niður uppreisnarseggina.
Maðurinn er að benda á þennan tvískinnungshátt fyrst og fremst.
Már, nákvæmlega hvaða sjónarmið ertu að tala um?
Að stundum sé stríð betri kostur en aðgerðaleysi ? Ertu alveg viss um að þú takir ekki undir þessa fullyrðingu?
Már, hvað með Rúanda, var aðgerðarleysi Sameinuðu þjóðanna betri kostur en að fara þangað inn með her og stöðva þjóðarmorðin? Eða var það kannski dæmi um aðstæður þar sem inngrip annarra þjóða (með hvervaldi) hefði verið réttlætanlegt ?
Ef ekki, hvað átti þá að gera?
ps. Ég vil biðja Einar afsökunar, það var ekki ætlun mín að hertaka þenn vef undir eigin þvaður.
“Aðrir virðast vera þeirrar skoðunar að stríð sé alltaf af hinu illa. Aldrei megi beita valdi.”
Ég tel að valdi eigi bara að beita í ítrustu neyð. Sjálfsvörn er dæmi um slíkt. Bretar og Bandaríkjamenn hafa ekkert með það að fara með morðum og drápum í erlendum ríkjum – sama hvað þeim er illa við þá sem þar búa. Slíkur stríðsrekstur er bara ofbeldi og villimennska.
…og hvorki Bandaríkjamenn eða aðrir eiga ekkert með að vasast í innanríkismálum annara ríkja. Stjórnarfar Íraks kemur okkur ekki við, frekar en forsetakosningar Bandaríkjamanna koma Saddam Hussein ekki við.
Í mínum huga, allavega, þá er þetta bara spurning um bláköld prinsipp milliríkjasamskiptum sem skipta sköpum til að tryggja langvarandi frið í heiminum. Að ríða þeim sem eru minni máttar í þurrt rassgatið endalaust er hreinlega ekki praktísk stefna til lengri tíma litið.
Matti, það er mun auðveldara að rökstyðja að ástandið í Rúanda hafi verið “ýtrasta neyð” en ástandið í Írak (hvaða helvítis ástand!!???!).
Ok, fyrst: JBJ talar um að CNN sé með áróður en vitnar svo máli sínu til stuðnings í grein úr World Socialist Web Site. Ef sú síða stundar ekki litaðan áróður, þá skal ég hundur heita.
Og Már, varðandi þessa grein og Breta, þá held ég að þú sért að misskilja þetta. Mér fannst greinin aðallega beinast að þeim, sem ætluðu að mótmæla í gær.
Það eru engir saklausir í þessu máli. Ég skal vel viðurkenna að ég er undir áhrifum Bandaríkjanna, ég trúi að stefna þess lands sé oftar en ekki til góða fyrir heimsbyggðina. Ég skal vel viðurkenna að ég stend ekki alltaf upp og hrópa þegar Bandaríkjamenn gera eitthvað af sér.
EN, það sem fer í taugarnar á mér (og ég hef talað um áður er að þessir friðelskendur, sem meðal annars mótmæltu í gær, mótmæla bara þegar að Bandaríkjamenn eru hlutaðeigandi. Gæti ekki verið að margir þessir mótmælendur séu dálítið blindaðir af fyrirlitningu sinni á George Bush? Allavegana eru engir á þessum mótmælum (ekki svo ég viti allavegana), sem mótmæla illri meðferð Saddam Hussein á þegnum sínum. Nei, þetta snýst allt um að mótmæla Bandaríkjunum.
Já, og Matti, þér er velkomið að nota síðuna undir umræður. 🙂
Ég vitnaði í 4 greinar, ein var vissulega úr einhverju sósíalistadæmi, það má nú reka einar öfgar gegn öðrum er það ekki?
Gengisfellir það að ég sótti heimilda á marga staði hinar heimildarnar? Á ég kannski að sækja þær bara af CNN?
Nei, auðvitað gengisfellir það ekki hinar heimildirnar.
Auðvitað litast fréttaflutningur alþjóðlegra fréttastöðva af þjóðerni fréttamanna. Því verður CNN alltaf lituð Bandaríkjamönnum í hag. Ég trúi því hins vegar (kannski af einfeldni) að sú stöð reyni að vera hlutlaus í umfjöllun sinni.
hef svosem ekkert að segja
vildi bara vera með
jibbí 14 tjá sig
þvílíkt líf á einni síðu
Mér finnst persónulega pínu erfit að taka afstöðu annað hvort með eða á móti þessu stríði, en hallast þó á að vera á móti.
Gallinn við það er að ég hef ekki hugmynd um neinn annan kost í stöðunni, því að mér finnst heldur ekki alveg vera hægt að bíða eftir því að Saddam smíði kjarnorkuvopn eða efnavopn, eða hýsi hryðjuverkastarfsemi sem beinist að Evrópu og Bandaríkjunum.
Það sem fær mig til þess að vera á móti er það að þetta attitjúd BNA að þeir verði að ráðast inn hér og þar til að verja lýðræði og frelsi er það sem kom þeim í þessa stöðu upphaflega. Og ég er ansi hrædd um að þó að þeir steypi Hussein af stóli eigi þeir sáralítið eftir að gera til þess að hjálpa til við að byggja upp Írak og koma í veg fyrir borgarastyrjaldir á svæðinu.
Hvað eru þeir til dæmis að gera í Afganistan núna? Eftir því sem ég best veit eru allir búnir að gleyma því landi og Írak er næst í röðinni…..