Stjórnmálamenn geta verið magnaðir. Hvernig fara menn að því að túlka sjö prósenta tap, sem sigur fyrir Sjálfstæðisflokkinn?
Munurinn á Samfylkingu og Sjálfstæðisflokki var fyrir fjórum árum var 14,1%. Hann er í dag 2,7%.
Allir flokkar töpuðu í kosningunum, nema Frjálslyndir og Samfylking. Frjálslyndir bættu við sig 3,2%, Samfylking bætti við sig 4,2%. Samfylkingin er sigurvegari kosninganna. Punktur.
Annars þá tala menn um að Framsóknarmenn séu með öll völdin í höndunum. Mér finnst að Davíð og Ingibjörg ættu að taka valdið úr þeirra höndum og mynda Viðreisnarstjórn. Þá væri gaman að lifa 🙂
persónulega finnst mér samfylkingin ekki vera neinn sigurvegari. Þeir verða væntanlega áfram í stjórnarandstöðu en þeir ætluðu sér ekki að vera þar. Þó þeir bæti við sig eru þær næstum því á sama stað.
Frjálslyndir tvöfalda sinn þingmannafjölda, það verður að teljast mjög gott og næstum því teljast þeir smá sigurvegarar.
Aldrei myndi mér detta til hugar að telja Sjálfstæðisflokkinn sigurvegara. Þeir eru að berjast fyrir lífi sínu blessaðir en eru þó enn stærsti flokkur landins.
yfir og út
Niðurstaða kosninganna er skýr. Kjósendur vilja Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk í ríkisstjórn. Ég hefði þó persónulega viljað fá stjórnarandstöðuflokkana saman í stjórn. Hvernig fær Halldór það út að þessi rúmlega 17% sem hann fær sé staðfesting á því að þjóðin vilji Framsókn áfram í ríkisstjórn?
Og þú kemst að þessari niðurstöðu hvernig Júlli? ;/
:confused:
Það sem ég átti eiginlega við er að mikill meirihluti kjósenda vill annað hvort fá S eða D, ekki samstarf. Annars á maður ekkert að vera skrifa svona þegar maður er þunnur :rolleyes:
Einar: dream on!
Framsóknarmenn standa saman. Ekkert sem breytir því. :confused:
Þjóðin kaus þetta yfir sig. Þvílíkir snillingar. Efstu menn á framboðslista Sjálfstæðisflokks bönkuðu upp á hjá fólki (í ónefndu bæjarfélagi) og sögðu (orðrétt) m.a. þetta: “Sko, málið er einfalt. Ef Ríkisstjórnin fellur, þá missir maðurinn þinn vinnuna”
Málefnalegar orðræður eru nokkuð sem Sjálfstæðisflokkurinn mun ALDREI standa fyrir í mínum huga.
Vestfirðingar slógu annars öll met í þessum kosningum og sannarlega eru vestfirskir Sjálfstæðismenn sigurvegarar kosninganna.
Eftir að hafa gert ekkert sem í þeirra valdi stendur til að bæta hag sjómanna á vestfjörðum (og þar með fjölskyldna þeirra, þjónustufyrirtækja og annarra sem þar búa) eru sömu mennirnir kosnir af Vestfirðingum til að þjóna sínum hag. Og í þokkabót bæta þeir við tveimur stórkostlegum pólitíkusum, formanninum og goðanum.
Það er eins og Íslenska þjóðin hafi bara gengið af göflunum. Hún kýs að sniðganga að í þjóðfélaginu er sívaxandi fátækt. Íslendingar eru búnir að taka upp utanríkisstefnu Bandaríkjanna (bíð bara eftir að Halldór sendi hjálpargögn til Ísrael af því þeir eiga svo bágt). Ríkisstjórnin er nánast búin að veita Eimskip og öðrum útgerðarkóngum hefðarrétt á kvótann. Ríkisstjórnin með stalínískum tilburðum eyðir því eina sem virkilega er ómetanlegt við Ísland, því eina sem raunverulega skiptir einhverju máli, náttúrunni. Hvernig er þetta hægt? Eru ráðherrar með steinhjarta?
“Lord of the Flies”, sjálft nóbelsverðlaunaskáldið Davíð lofaði Vestfirðingum 30.000 tonnum. En hvert fara þau? Jú, beint í vasann hjá kvótaeigendum. Þetta var einmitt stóri vinningurinn (engu máli skiptir að enginn keypti miða í happdrættinu). Eins og það muni bæta hag Vestfirðinga? Nú selja þeir kvótann auðvitað beint til Akureyrar fyrir 4-5 milljarða, flytja suður og kaupa sér villu í Grafarvoginum.
Þetta kann að hljóma eins og hræðsluáróður en þetta er staðreynd. Sjálfstæðisflokkurinn er trúfélag og þar gildir bara eitt orð, og orðið var Davíð. Hann hættir nú vonandi sem fyrst (bjartsýni) en samt vonandi ekki fyrr en búið er að innlima Ísland endanlega sem 51. ráðstjórnarríki G.W.Bush.
Það væri óskandi að Íslendingar bæru til þess gæfu eins og einu sinni að kjósa fólk með gott hjartalag. En meirihlutinn ræður og honum er bara sama
Þú ert sem sagt ekki sáttur, Ragnar 🙂
Annars snýst Framsóknarflokkurinn bara um það að hafa sem mest völd. Þau eru tryggust í stjórn með íhaldinu.
Grein Guðmunar Andra í Fréttablaðinu í dag er snilld!
Hressandi tilvitnun í vefritið you-know-what:
“Flestir kusu Sjálfstæðisflokkinn, næstflestir Samfylkinguna og svo framvegis. Samanburður við fyrri kosningar skiptir engu máli. Segjum til dæmis að í kosningunum árið 1999 hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið 30 % fylgi. Myndu menn þá segja að úrslitin á laugardaginn væri krafa um Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn? Nákvæmlega sömu úrslit og nú er reynt að nota sem ástæðu fyrir því að Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki að vera í ríkisstjórn. Ef Framsóknarflokkurinn hefði fyrir fjórum árum fengið 25 % fylgi, hefði hann þá verið dæmdur úr leik með þeim 17,5 % atkvæða sem hann hlaut á laugardaginn? Og ef hann hefði hins vegar fengið segjum 12 % fyrir fjórum árum, væru þá þessi 17,5 % hans sérstök krafa þjóðarinnar um Framsóknarflokkinn í ríkisstjórn?
Nei, auðvitað ekki. Það sem skiptir máli eru úrslitin sjálf, en ekki fylgisbreytingar. Það er ekki heil brú í þeirri röksemdafærslu sem segir að ?þjóðin? krefjist þess að flokkur með rúm 17 % sitji í ríkisstjórn en að sama þjóð vilji ekki að flokkur með 33,7 % sitji í stjórn. Ef 17,5 % fylgi framsóknar er krafa um að Framsóknarflokkurinn setjist í ríkisstjórn, hvað á þá að segja um 30,95 % fylgi Samfylkingarinnar? Eða fylgi Sjálfstæðisflokksins sem var enn meira eins og menn vita? Ef að ?þjóðin? hefur sett fram kröfu með fylgi Framsóknarflokksins, þá hefur ?þjóðin? sett fram ríka kröfu með fylgi Samfylkingarinnar. Og þegar kemur að fylgi Sjálfstæðisflokksins þá hefur ?þjóðin? hreinlega gert úrslitakosti.”
Annars er alltaf gaman að lesa skrif Ragnars sem gefur sér að hans skoðanir séu þær einu réttu og að fólk með aðrar skoðanir sé “gengið af göflunum”, hafi “steinhjarta”, styðji “trúfélag” og “er bara sama” um fólk með “gott hjartalag”. 52% þjóðarinnar hlýtur að púkahjörð úr helvíti að mati Ragnars!
Jamm, Geir ég er nokkuð sammála þér, og það sem meira er, ég er sammála Vefþjóðviljanum! Ég get ekki séð að þjóðin sé að krefjast þess að Framsóknarflokkurinn sé í ríkisstjórn.! Þetta bull er allt afleiðing af því að flokkar þykjast alltaf ganga óbundnir til kosninga, þannig að eftir kosningar geta menn túlkað úrslit á alla vegu.
Og ég er sammála því að Ragnar sé oft full æstur í skrifum sínum. Ég tel það býsna hæpið að Sjálfstæðismenn séu ekki með gott hjartalag. Mamma mín er til dæmis algert æði, þrátt fyrir að hún muni ávallt styðja Sjálfstæðisflokkinn, sama hvað gengur á. Ég held líka að Davíð sé ágætismaður, sem sé í alvörunni annt um fólkið í landinu. Þrátt fyrir að við séum ekki sammála honum eða flokksfélögum hans, þá er full mikið að ætla þeim að þeir séu vondir menn.
Slæmar fréttir og góðar.
Seðlabankinn spáir verðbólguhækkunum og vaxtahækkunum vegna stóriðjuframkvæmda. Seðlabankinn segir skattalækkanir óskynsamlegar.
Það er undarlegt að Íslendingar sem eru að meirihluta skuldum vafnir skuli kjósa aukna verðbólgu og hærri vexti. Hversu margir Íslendingar ætli skilji samhengið milli slíkra hækkana og afborgana af lánum sínum?
Verður gaman að sjá hvernig Forsætisráðherra svíkur loforð sín um skattalækkanir. En þar sem engum í þessum heimi er betur treystandi þurfum við þó ekki að efast um að hann standi við gefin loforð.
Og þá að góðu fréttunum. Skv. nýjustu fréttum er forsætisráðherra búinn að lofa því að hætta eftir tvö ár. Segjum ekki bara skál, segjum Bermúdaskál!
Rétt að bæta því við að Sjálfstæðismenn eru margir hverjir með gott hjartalag. Því miður sitja fæstir þeirra á þingi. Og enn skal ítrekað að lítill munur er á Sjálfstæðisflokknum og á dæmigerðu trúfélagi. Það er bara eitt orð sem gidir. Einn sannleikur