Ja hérna, Kastljósið fjallaði áðan um klámvæðingu í auglýsingabransanum.
Þar var þáttastjórnandinn mjög snjall og sýndi auglýsingu fyrir Puma, sem hann sagðist hafa rekist á. Hefði þessi sami þáttastjórnandi eytt fimm mínútum í að rannsaka tilurð þessarar auglýsingar, þá hefði hann komist að því að hún er gabb og er ekki komin frá Puma. Þáttastjórnendur í Ríkissjónvarpinu ættu að sýna aðeins meiri ábyrgð í þáttagerð.
Hvernig stendur á því að feministinn leiðrétti manninn ekki, fylgjast “þær” ekki með því sem er að gerast í umræðunni? Ég hefði haldið að hún ætti að vera með þetta á hreinu.
Hvað þá skeggjaði sérfræðingurinn sem ég get ekki munað hvað heitir. Fylgist þetta fólk ekki með?
Gawd, jamm, thetta er natturulega feministunum ad kenna Matti. Katrin vildi kannski bara ekki leidretta stjornandann svona i beinni… thad er ekki gestanna ad bera abyrgd a kludri stjornandans.
Rosalega hefur thu annars gaman af thvi ad setja ut a feminista Matti, ertu nokkud hraeddur vid okkur! :biggrin:
Einar, þú varst kannski 8 mínutum á undan mér, en það er bara af því ég eyddi meiri tíma en þú í að orða hlutina smekklega af því ég sendi kastljos@ruv.is skeyti og benti þeim á að lesa það sem ég skrifaði.
P.S. hún er bráðskemmtileg þessi rauntímaútgáfa sem við stundum hérna. 🙂
P.P.S. Hér er það sem ég skrifaði.
Einar, af hverju birtir þú ekki trackback URLið fyrir færslurnar þínar? …eða ertu ekki með kveikt á trackback?
Jamm, þetta er ótrúlegur hraði hjá okkur :biggrin2:
Varðandi Trackbackið, þá var ég með það á alveg frá byrjun fyrir um ári en fékk það aldrei til að virka. Hluti vandamálsins er að ég er á Windows IIS Server, sem er drasl. Að lokum gafst ég upp af því að enginn annar var hvort eð er að nota þetta. En núna er fullt af fólki með Trackback, þannig að þetta er meira spennandi núna. Ætla að kíkja á þetta þegar ég hef lausan tíma í september árið 2005.
Btw. gott hjá þér að senda þeim í Kastljósinu skeyti. Það er kannski hæpið að þeir rati inná síðurnar okkar fyrir tilviljun. 🙂
Erna, eins og fram kemur hjá Má var búið að ræða það á póstlista feministanna að einmitt þessi auglýsing væri fölsuð, ekki á vegum Nike.
Ef þessi kona sem þarna var mætt sem talsmaður þessara feminista vissi ekki af þessu, hvað var hún þá að gera í þessum þætti? Ef hún vissi af þessu en nefndi það ekki, hver er þá tilgangurinn með svona þáttum?
Ég er reyndar hræddur við feminista, en það er önnur saga.
Já, Matti ég sé það á síðunni þinni að þú segist hræddur við femínista af því að við segjum ekki satt.
Þú segir heldur ekkert frekar satt. Það er bara misjafnt frá hvaða sjónarhorni er litið á hlutina.
Þá er ég að tala um það dæmigerða viðhorf að vinnustundir við að sinna börnum og búi teljist ekki með þegar talað er um hvað konur vinni mikið…..
Þú ættir kannski að hugsa þig betur um áður en þú vænir fólk um lygar!
__________
Annars er þetta ekkert smá kúl hjá ykkur Einar og Már, fyrstir með fréttirnar!
“Þú segir heldur ekkert frekar satt. Það er bara misjafnt frá hvaða sjónarhorni er litið á hlutina.”
Já en Erna, þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég er hræddur við feminista 😉
Oh.. hvað þú hefur það gott Matti að það sé allt bara svona svart-hvítt í þínum heimi! Stundum vildi ég að það væri svoleiðis líka hjá mér :confused:
Ekki gott afspurnar fyrir RUV ef þáttastjórnendur vinna ekki heimavinnuna sína og reyna að tryggja að fréttir séu réttar. Það er samt þannig að við höfum tilhneigingu til að trúa því sem við lesum, jafnvel þó það sé furðulegt. Kannski erum við alin upp þannig…þegar við lesum t.d. tölur eða statistik í bókum þá getum við kannski ekki annað en trúað því við höfum enga möguleika við að tékka á sannleiksgildinu. Með Netinu þó höfum við í gegnum leitarvélar möguleika til að alla vega gera tilraun til að meta sannleiksgildi efnis. Getum slegið orðum upp í leitarvélum. Veit ekki hve auðvelt hefði verið fyrir þann sem ekkert vissi að ganga í skugga um að auglýsingin væri feik. Kannski er hann einn af þeim fáu í íslensku samfélagi sem fylgist ekki með umræðum á póstlista femínista? 😉
En ég fattaði alla vega í gær hve auðvelt er að plata mig. Það var einhver myndasyrpa á íslenskum fótboltavef sem sögð var af brasilíska landsliðinu í kvennaknattspyrnu. Ég trúði því alveg þó þetta væri frekar einkennilegar fótboltamyndir. Ákvað svo að gera eitthvað baktékk á Netinu og get ekki fundið neitt sem bendir til að þetta tengist neitt alvöru fótboltaliði í Brasilíu. Þetta er bara brandari held ég.
Erna, þetta er frekar ódýrt 🙁
Matti, það er eiginlega ekki hægt að svara því þegar þú vísar á vef og segist vera hræddur við femínisma af því að spurningamerki sé sett við viðtekna heimsmynd og hluti sem við tökum sem sjálfsagðan hlut. Það er náttúrulega auðvelt að endurskoða aldrei neinar hugmyndir, og fela sig á bak við það að fólk sé að ljúga og vísa í færslur eins og þú gerir til þess að snúa út úr fyrir fólki þegar það færir rök fyrir máli sínu.
Eins get ég bara sagt að allt sem þú segir sé lygi. Það er álíka málefnalegt og þegar þú vilt ekki rökræða um hlutina heldur tekur þá úr samhengi.
Vá, hvað ég nenni ekki að hafa svona rugl umræður hérna. Lok lok og læs! 🙂
Nota bene, ég eyddi út siðustu kommentunum. Þau voru bara bull