Bannað að gagnrýna!

Þetta er nokkuð magnað: McDonald’s sues ‘slow food’ critic. McDonald’s á Ítalíu hefur kært gagnrýnanda fyrir að tala illa um matinn þeirra.

Ímyndið ykkur hvernig heimurinn yrði ef McDonald’s ynnu!

Af hverju í ósköpunum er ég að blogga seint á laugardagskvöldi? Það er helvíti langt síðan ég hef verið einn heima á laugardagskvöldi. Mikið djöfull er það leiðinlegt! Mig hlakkar hins vegar alveg hrikalega mikið til að fá loksins að sofa út á morgun.

Ef þessi gaur, sem er með uppistand á boxkeppninni er fyndnasti maður landsins, þá er ég fluttur til Færeyja.

6 thoughts on “Bannað að gagnrýna!”

  1. Skiptir auðvitað engu máli hver vinnur. Fólk heldur áfram að hakka í sig McDonalds. Hluthafarnir halda áfram að græða. Lífið er gott

  2. Ef þú ert höfundur heimasíðu Ölgerðarinnar, þá ættir þú að vera í pökkun en ekki heimasíðugerð, þessi síða þín er til skammar, ekki bara fyrir þig heldur aðalega Ölgerðina. Sem er frábært fyrirtæki með “shit” heimasíðu(allt þér að kenna, skömmin þín).

    Siggi

  3. Vá… síðasta innlegg var mjög ómálefnalegt…. vona virkilega að það hafi verið grín hjá viðkomandi…. ef ekki, hvernig væri að vera málefnalegri Sigurður, og koma með rök?????!!!!!

  4. Ragnar, fólk heldur áfram að borða á McDonald’s, það er ekki málið. Hins vegar myndi þetta setja fordæmi, þar sem hægt væri að kæra til dæmis kvikmyndagagnrýnendur fyrir slæma útreið bíómynda.

    Og Sigurður, ég hef ákveðið að hér eftir mun ég kæra alla þá, sem gagnrýna síðuna mína!

  5. Mér fannst gaurinn á boxkeppninni fyndinn. Hann var svo ófyndinn og misheppnaður að það var fyndið.

    Ég hætti að horfa á boxið þegar hann byrjaði að grínast, þetta var of vandræðalegt!

  6. En Einar, heimskulegar kærur á borð við þær sem þú nefnir eru einmitt mjög algengar í draumalandinu, landi frelsisins.

    Og fólk er ekki bara kært, það missir starfið sitt ef það er ekki fullkomlega politically correct.

    Hins vegar er það athyglisvert að svona nokkuð komi upp í Evrópu. Því miður sennilega upphafið á endalokunum. Evrópa mun in the end taka upp bandaríska siði, breytast í Ameríku. Djöfull verður það fokking frábært

Comments are closed.