Fríííí!!!

Jei! Ég er kominn í frí. Heila viku! Ég hef ekki verið svona lengi í fríi á Íslandi síðan ég var 12 ára að ég held. Dan vinur minn (mynd 1 2) frá Bandaríkjunum er að koma til landsins í fyrramálið.

Planið er að túristast smá um næsta nágrenni borgarinnar og djamma fullt. Ó, það verður gaman.


Annars held ég að ég sé búinn að ákveða að breyta um starfsvettvang. Ég ætla að verða körfuboltaþjálfari. Það hlýtur að vera léttasta starf í heimi. Allavegana er bjáninn hann Kevin O’Neill, sem þjálfaði skólaliðið mitt í Northwestern (og gerði lítið annað en að tapa og rífa kjaft og fá leikmenn til að skipta yfir í aðra skóla) orðinn aðalþjálfari hjá Toronto Raptors. Og Tim Floyd, sem þjálfaði Chicago Bulls eftir að Jordan hætti og á lélegasta vinningshlutfall allra tíma, er orðinn þjálfari hjá New Orleans. Magnað!


Og þetta er nokkuð magnað: Kveðjuskilaboðin hjá netfyrirtækjum, sem fóru á hausinn. (via Metafilter)

8 thoughts on “Fríííí!!!”

  1. Vó! Hvenær flutti Charlotte til New Orleans?? 😯

    Já, það er langt síðan ég fylgdist með NBA síðast. Eiginlega allir hættir eða orðnir gamlir sem voru hetjurnar í þá daga. Enda rak ég upp stór augu þegar San Antonio og New Jersey voru að spila til úrslita.

  2. Hornets fluttu í fyrra.

    Ég held að ég hafi tapað rosalega miklu af áhuga mínum á NBA núna í ár þegar þessi prumplið voru að keppa til úrslita. Það vantar Lakers, Celtics eða Bulls í úrslitin. Annars er ekkert fjör að horfa á þetta! :confused:

  3. Hmmm, eg heyrdi auglysingu fra ykkur a X-inu. Segir madur ekki Mexikoskur matur frekar en Mexikanskur?

  4. Jamm, handritið sagði mexíkóskur, en þulurinn sagði mexíkanskur og ég nennti ekki að gera mál úr því 🙂

Comments are closed.