Vá, mér er farið að líða einsog ég skrifi fyrir Múrinn.
Sanchez hershöfðingi hélt blaðamannafund um morðin á sonum Saddams. Ég tel reyndar að þetta hafi verið farsælasta lausnin, en samt þá vakna ýmsar spurningar. Robert Fisk, átrúnaðargoð þeirra Múrsmanna var á blaðamannafundinum og var nokkuð beittur.
Robert Fisk: Thank you. General, I’d like to try and see if you could address more of the first question which we had from our colleague up front. The Americans are specialists in surrounding places, keeping people in them, holding up for a week, if necessary, to make them surrender. These guys only had, it appears, AK-47s, and you had immense amount of firepower. Surely, the possibility of the immense amount of information they could have given coalition forces, not to mention the trials that they could have been put on for war crimes, held out a much greater possibility of victory for you if you could have surrounded that house and just sat there until they came out, even if they were prepared to keep shooting.
GEN. SANCHEZ: Sir, that is speculation.
Next slide (sic).
Robert Fisk: No, sir, it’s an operational question. Surely you must have considered this much more seriously than you suggested.
GEN. SANCHEZ: Yes, it was considered, and we chose the course of action that we took.
Robert Fisk: Why, sir?
GEN. SANCHEZ: Next slide — or, next question, please.
Jahá. Svo mörg voru þau orð
Hið góða við þetta að maður veit þá fyrir víst að það er ekki bara á Íslandi sem maður heyrir yfirmáta kjánaleg svör frá æðstráðendum.
…an öðru leyti er þetta náttúrulega fáránlegt allt saman.
…annars er ég sannfærður um að þú gætir orðið nokkuð góður penni á Múrnum.
😉
Það var líka fyndið að hlusta á spjallið hjá honum Árna Snævarri þar sem skoðunin virtist vera að ef þeir hefðu ekki drepið bræðurna þá hefðu þeir framið sjálfsmorð. Þetta virtist vera röksemd fyrir því að drepa þá. Merkilegt! Hefði ekki verið betra að reyna þá að ná þeim og leyfa þeim að drepa sig sjálfa ef það klikkaði frekar en að gera handtöku ómögulega?
Kannski menn hafi ekki viljað heyra hvað þeir höfðu að segja? Kannski mönnum hafi bara langað til að toga í gikkinn?
Allaveganna þá er málið einkennilegt, eins og nýlegur blaðamannafundur hæstráðanda Íslands!
Dettur einhverjum manni með snefil af eðlilegri heilastarfsemi kannski virkilega í hug að það hafi einhvern tíma komið til greina að taka Saddam & Sons á lífi????
Er ekki augljóst að heimurinn mundi gera kröfu á USA að þeir fengju sanngjörn réttarhöld með málfrelsi (nokkuð sem er ekki vinsælt í landi “frelsisins”) ??
Onei. Aldrei. Það eina sem kemur til greina er að myrða þá. Og svo fagna gríðarlega. “Böðlarnir fallnir” sagði Bush, sjálfur yfirböðullinn.
Það er ekki nema örlítill eðlismunur á því hvernig Bush hegðar sér og hvernig Hitler hegðaði sér í upphafi seinna stríðs. Ef ekki væri fyrir Kjarnorkuveldið Kína væri Bush með fullkomin heimsyfirráð. Pútín og Blair eru í rassvasanum. Og hvað má þá segja um stríðsæsingamennina í stjórnarráði Íslands?
Ég tel reyndar að það sé miklu farsælla fyrir þennan heim að þeir bræður séu dauðir heldur en að ef þeir hefðu komið fyrir réttarhöld, þar sem þeir hefðu getað verið tákngervingar fyrir mótspyrnu gegn amerískum yfirráðum.
Miðað við aðrar hetjur í Arabaheiminum, þá er ekkert ólíklegt að þeir hefðu orðið hetjur, bara fyrir það eitt að standa uppí hárinu á Bandaríkjunum. Þá hefði engu máli skipt þau voðaverk, sem þeir frömdu.
OG PLEASE!! Bush er EKKI Hitler!!
– þótt ég telji það farsælla að þeir séu látnir, þá þýðir það ekki að ég sé ánægður með hvernig þeir voru teknir af lífi!
Það væri náttúrlega hræðilegt fyrir heiminn ef fram kæmu einhverjir tákngervingar fyrir mótspyrnu gegn amerískum yfirráðum.
Samt góður punktur að þeir yrðu þokkalegu píslarvottarnir… og einmitt þess vegna voru þeir myrtir af ríkisstjórn USA. Gott fyrir heiminn? Tjahh, allavega gott fyrir USA
Það verður einnig að íhuga vandlega allan málflutning af þeim “blóðbræðrum”. Hvaðan er hann upprunninn? Hvaðan koma sögurnar um gjálíf “böðlanna”? Ef einhver segir þá sögu að þeir bræður hafi sett náunga í sýrubað, þýðir það þá að hún sé sönn?
Sá fréttaflutningur sem við höfum frá Írak miðast við ameríska og breska hagsmuni. Kröftugustu sögurnar koma frá Fox News sem hafa tekið þá afstöðu að flytja ekki hlutlausar fréttir (því almenningur í Ameríku vill hafa góða og vonda gæja í sínum fréttum).
Eigum við bara að kaupa þetta allt saman, dást að heimatilbúnum skálduðum hetjusögum um frelsun Jessicu Lynch – Éta allt upp eftir vini okkar G.W. Bush …því hann er “góði” kallinn?
Best að grípa tækifærið og nefna það enn og aftur að það voru gríðarleg mistök fyrir íslendinga að blanda sér í Íraksstríðið. Fáránlegt – Mundi gjarna vilja gefa ákv. aðilum einn á vinstri kjammann fyrir að dirfast…
Nei, ég held að það væri ekki bara hræðilegt fyrir USA heldur allan heiminn ef að þessi illmenni væru einhvers konar tákngervingar fyrir baráttu Araba. Það væri einna helst slæmt fyrir Arabaheiminn. Ekki myndi það bæta ímynd Araba í hugum margra Vesturlandabúa ef að myndir af þeim bræðrum færu að birtast á götumörkuðum við hliðiná myndum af Bin Laden og Saddam Hussein.
Og please ekki fara að verja þá og gefa í skyn að slæm ímynd þeirra sé lituðum fréttastöðvum að kenna. Fjöldagrafir í Írak segja allt, sem þarf að segja um þessa menn. Gleymum því ekki að annar bróðirinn stjórnaði fjöldamorðum á Kúrdum eftir fyrra Íraksstríðið. Ég held að það afsanni kenningar um að orðspor þeirra sé bara tilkomið frá bandarískum fjölmiðlum.
Hmm, það er reyndar lítil hætta á að myndir af þeim fari að birtast á útimörkuðum í Írak, amk. á meðan ameríski herinn ræður landinu.
Og þeir bræður voru örugglega ekki saklausir. Samt áhugavert hvernig bandaríkjamenn þurfa að ljúga til að gera málstaðinn betri. Hvað var t.d. Jessicu Lynch fölsunin og af hverju þykir hún lítt fréttnæm? Minnir óneitanlega á ónefndan áróðursmeistara úr seinna stríði – best að nefna engin nöfn 🙂
Líka ömurlegt að ekki megi segja hlutina hreint út. USA réðist á Írak til að ná stjórn á olíusölu þeirra. Amerísk fyrirtæki græða á tá og fingri á uppbyggingu þar. USA réðist á Írak til að græða. Þetta er nú bara augljós staðreynd.
Það var að sjálfsögðu bónus að losna við hina hræðilegu Saddam & Sons. Heimurinn er svo sannfærður um að þeir séu verstu menn í heimi (samanborið við englana í Jerúsalem t.d.) að PR-lega séð var það auðvitað stórkostlegt að þeim skyldi takast að myrða þá. Frábært
Tímasetningin ansi heppileg þar sem nú er að koma í ljós (en ekki endilega á óvart!) að Saddam bjó (sennilega) ekki yfir neinum hættulegum hryðjuverkavopnum.
Íslendingar fóru í stríð við Írak til að ameríkanar gætu komið efnahagslífinu sínu á betri kjöl. Meiriháttar
Gaman að sjá Ragnar kominn í ham! Heilstarfsemi fólks með aðrar skoðanir en hann aftur komin á dagskrá, og anti-Kana-áróðurinn heitari en nokkru sinni fyrr.
Ragnar getur kannski sagt okkur hvað Bandaríkjamenn náðu að koma mörgum olíufélögum í góð mál í Kuwait eftir frelsun þess lands á sínum tíma. Reyndar hefur ekkert erlent olíufélag fengið samninga í Kuwait þrátt fyrir ofurvald Kana.
Hvað myndu mörg bandarísk olíufélög, sem eru alveg á mörkunum að vera í hagkvæmri framleiðslu í heimalandinum, vilja sjá offramleiðslu frá olíulindum Írak flæða yfir heimsmarkaðinn með tilheyrandi verðhruni? Ekki eitt einasta! Álit þitt á heilastarfsemi annarra, eða tilteknu landi í vestri, kemur lítið við sögu því svona er þetta.
Gamli góði Ragnars-stíllinn “að tala kaldhæðnislega um andstæð sjónarmið án þess að hafa svo mikið sem vísbendingu um hvað betur mátti fara” klikkar aldrei þegar kemur að því að fara í taugarnar á mér, en sem betur fer sést fljótlega að rökin eru fátækleg eða engin.
Og því til viðbótar má geta þess að hvorki Kanar né Bretar munu nokkurn tímann “græða” á Íraks-stríðinu. Það tæki amk 50 ár fyrir núverandi hagnað af Íraks-olíunni að hrökkva upp í kostnaðinn við stríðið, og þá er ekki talinn með uppbyggingarkostnaður í Írak og nauðsynlegar úrbætur á olíuframleiðslukerfinu sem nú er úrelt og minnkar í afköstum ár frá ári.
En auðvitað er eitthvað sem er “augljóst” bara augljóst. Alveg augljóst hvað Kanar og Bretar græða mikið, ekki satt? Nei. Ekki satt.
Geir, þú hefur greinilega enga tilfinningu fyrir því hvernig heimurinn virkar. En hérna er smáfrétt um hagnað eins amerísks fyrirtækis á Íraksstríðinu: http://www.informationclearinghouse.info/article4311.htm – Það er bara svo leiðinlegt að reyna að rökræða við fólk sem hefur jafn sterka trúarsannfæringu og þú …gagnvart peningum.