Ætli þessi fyrirsögn geri það að verkum að ég verði efstur á leit.is þegar leitað er að leit.is?
Annars, þá mættu eigendur þeirrar síðu alveg fara að uppfæra hugbúnaðinn. Það er greinilegt að leitarvélin er orðin algjörlega handónýt. Mér tókst meira að segja að fá hundinn hans Friðriks til að koma sem niðurstaða númer 1 þegar leitað er að Hugo Chavez! (sjá tilraunina mína)
Sérstaklega er mikilvægt fyrir Leit.is að uppfæra núna þegar Movabletype er orðið nokkuð algengt tæki. Ég hef áður fjallað um það hvernig MT brenglar öllum niðurstöðum á leit.is.
Best væri bara fyrir leit.is að fá afnot af Google leitarvélinni. Hún er mun áreiðanlegri þegar á að leita að vefsíðum á Íslandi
Hvað gerir það að verkum að MT er svona sérstaklega gott á leit.is?
Annars eru mjög margar af þeim sem eru að nota mt með síðurnar hýstar úti og leit finnur þær þá ekki.
Bara að velta fyrir mér hvort það sé bara að það séu búið til sérstakt html skjal eða hvort það sé eitthvað annað?
Velta fyrir mér hvort önnur kerfi virki líka fyrir önnur kerfi sbr. nucleus sem geta búið líka til html skjal fyrir hverja færslu.
Það er aðallega þetta með að MT býr til sér skjal fyrir hverja færslu. Þannig að ef maður er með 5 orða færslu með orðinu Britney í, þá getur maður bókað að maður verði númer 1 á leit.is
Leit.is notar bara svo úrelta leið til að finna síður.
Síðan ef maður slær inn leitarskilyrðið: Einar Örn þá ert þú nr 4 á lista?
Hvernig er það átt þú ekki að vera frægasti Einar í heimi?
Það er greinilegt að ég tala ekki nóg um sjálfan mig í þessum færslum.
Prófum þetta