The Bachelor – Hágæða sjónvarspefni

Þá er nýjasta serían af The Bachelor byrjuð. Vandaðara sjónvarpsefni er varla hægt að finna. Framleiðendum þáttanna finna stöðugt upp nýjar leiðir til að teygja sem allra mest úr því efni, sem þeir hafa. Þannig var ég til að mynda að ljúka við að horfa á þátt, þar sem nákvæmlega ekki neitt gerðist.

Annars voru gellurnar í þættinum ekkert voðalega miklar gellur (bæ the vei, getur einhver útskýrt fyrir mér muninn á gellu og pæju?). Frekar mikið af alveg stórkostlega væmnum amerískum stelpum, sem litu út fyrir að vera 30 ára þrátt fyrir að þær væru bara 21 árs.

Ein fær reyndar 5 stjörnur fyrir að vaska upp í síðkjól og með kórónu, sem hún vann fyrir einhverja fegurðarsamkeppni í einhverjum smábæ. Alger snilld! Ég er að spá í að byrja að vaska upp í takkaskóm og með medalíuna, sem ég fékk þegar ég varð Íslandsmeistari í 5. flokk í fóbolta. Það væri sko æði.

Annars fannst mér gaurinn ekkert sérstaklega myndarlegur, allavegana þegar hann var ómeikaður. EN, ég verð að viðurkenna að ég er sennilega ekki besti maðurinn til að dæma um það. Það er þó bókað að gellurnar eiga algerlega eftir að tapa sér. Enda er það staðreynd að stelpur fríka út þegar þær eiga í samkeppni við aðrar stelpur um karlmenn fyrir framan myndavélar. Það sannar til að mynda þessi þáttur (já, og btw, af hverju sýnir engin íslensk stöð Elimidate? Betra menningarefni er ekki hægt að fá. Það leyfi ég mér að fullyrða).

Jei, svo byrjar Amazing Race næsta þriðjudag. Þá verður gaman.

Djöfull er Tiny Dancer gott lag.

4 thoughts on “The Bachelor – Hágæða sjónvarspefni”

  1. gella er meira svona þúst mega gella.. sem er með fullkomin kropp og klæðir sig skv. því.. en pæja bara svona sæt stelpa sem er sæt þúst aððí hún er bara hún.. kannski meira svona kærustuefni.. mér finnst það alla vega

  2. Jamm, þetta er athyglisvert. Fyrrverandi kærasta mín talaði alltaf vel um pæjur en illa um gellur. Þannig að ef hún var að tala um sæta stelpu, sem hún fílaði þá var hún pæja, en ef hún fílaði ekki einhverja sæta stelpu, þá var hún gella. Ég náði aldrei almennilega muninum. Sérstaklega ekki eftir að hún hélt því fram að Pamela Anderson væri pæja en ekki gella. Það ruglaði mig endanlega. 🙂

  3. Ég er þér hjartanlega sammála þeim gæðastimpli sem Bachelor fær hjá þér, Einar.
    Það var reyndar eitt sem pirraði mig samt soldið í gær – risti reyndar ekki mjög djúpt – og það var gaurinn.
    Sko, hann er ekkert svaka bjútí eða neitt þannig en hann var semsagt fyrst að kvarta yfir því hvað það væri erfitt fyrir hann að finna kærustu sem væri ekki bara hrifin af eftirnafninu hans heldur honum sem persónu (geisp!). Svo hélt hann áfram og sagði að þetta væri svo greit opportjúnití fyrir sig að kynnast stelpum á öðrum grundvelli, þ.e. þær myndu ekkert vita að hann væri einhver milljónamæringur.
    Svo sér maður skot úr næsta þætti og þá segir hann þeim strax að hann sé Firestone.
    Þetta var svoldið svekkjandi, því það hefði verið gaman að sjá hvort þær hefðu eitthvað orðið rosalega hrifnar af honum ef þetta væri bara John Smith kjötiðnaðarmaður eða eitthvað.

    Pæling!

  4. Jamm, ég er svooooo sammála þér Eva. Ef að gaurinn er ekki alveg tómur í hausnum, þá ætti hann líka að átta sig á því að eina ástæðan fyrir því að hann var valinn á undan öllum þessum gaurum, er að hann heitir Firestone.

    Stelpurnar vita líka allar að þær eru að fara að hitta ríkan gaur, þannig að þetta er nokkurn veginn versta leiðin til að hitta stelpur án þess að peningarnir skipti máli. Þessar stelpur buðu sig fram af því að þær vita að gaurinn, sem þær eru að fara að hitta, er ríkur. Það er pointið með þáttunum.

Comments are closed.